Byrjendur og 60+

Þrjátíu kennslustunda (7 skipti) tölvunámskeið sniðið að þörfum byrjenda og lítt vana tölvunotenda.   Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. 

Markmið

Í lok námskeiðsins verði þátttakendur færir um að nota tölvuna til að skrifa texta í Word ritvinnsluforritinu, setja hann snyrtilega upp og prenta, læri á internetið og að meðhöndla tölvupóst.  Einnig er farið í ýmsa samskiptamiðla eins og Facebook.

Viðfangsefni

  • Windows - Grunnatriði tölvunnar
  • Æfingar í að skrifa texta í tölvu og prenta út.  (Ritvinnsla í Word)
  • Internetið til gagns og gamans.  
  • Upplýsingaleit og vinnsla á Internetinu
  • Tölvupóstur. Æfingar í að senda og taka á móti tölvupósti.  (Viðhengi ofl)
  • Facebook og Skype fyri þá sem vilja og hafa áhuga.

Námsefni

Íslenska kennslubókin Tölvugrunnur innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.