Tölvuviðgerðir - CompTIA A+

Námskeiðið Tölvuviðgerðir CompTIA A+ er einkar eftirsótt og gagnlegt námskeið til undirbúnings fyrir alþjóðlegu prófgráðuna frá CompTIA. Þetta nám hentar þeim sem vilja fá betri skilning á virkni tölvunnar, bæði hvað varðar vélbúnaðinn (A+ Core Hardware) og ýmis stýrikerfi (A+ OS Technologies). A+ þekking er mjög góð undirstaða fyrir þá sem sinna viðhaldi og kerfisstjórn tölvubúnaðar hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Inntökuskilyrði

Almennur áhugi fyrir tölvu- og upplýsingatækni ásamt lestrarfærni í ensku.

Markmið

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur:

  • Að vera færir um að sjá um uppsetningu, stillingar og uppfærslu á tölvubúnaði.
  • Að vera tilbúnir að taka alþjóðlegu A+ prófin tvö.

Viðfangsefni

Námskeiðið er að mestu bóklegt en einnig eru verklegar æfingar framkvæmdar við uppsetningu, stillingu og uppfærslu á tölvubúnaði.

Megin viðfangsefni eru:

  • Uppsetning, stilling og uppfærsla á tölvubúnaði og stýrikerfum.
  • Villuleit og bilanagreining á vélbúnaði og stýrikerfum.
  • Vandamál skilgreind og einangruð.
  • Farið yfir ýmsar forvarnir og verkferla.
  • Kynning á kerfishlutum, tengingum, íhlutum, hugtökum og fleiru sem fylgir tölvubúnaði.
  • Farið yfir virkni prentara, mótalda og fleiri jaðartækja.
  • Yfirferð yfir möguleika Windows netkerfa, netstillingar, nethugtök og uppsetningar.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf í lok námskeiðs en lögð er áhersla á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
Þátttakendur eiga að geta þreytt A+prófin að loknu námskeiði.
 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. 
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.