Framabraut - Skrifstofunám

Framabraut-Skrifstofunám er stutt og hnitmiðuð námsbraut sem skilar strax árangri. Nám á þessari braut hentar fólki á öllum aldri sem vill styrkja stöðu sína enn frekar á vinnumarkaði með aukinni menntun. Hentar einnig vel sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. 

Markmið

Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að sinna flestum skrifstofustörfum sem ritarar og öflugir tölvunotendur og sem fulltrúar og bókarar í bókhaldsdeildum stærri fyrirtækja.  Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi eða verkefni.

Í lok námsins hefur þátttakandi:

  • Aukið færni sína til að vinna á nútíma skrifstofu.
  • Náð valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf.

Viðfangsefni

1. Námstækni með MindManager
Námsbrautin hefst á kynningu og í framhaldi verður nemendum kennd námstækni með aðstoð hugarkortsforritsins MindManager.  Þátttakendur fá nýjustu útgáfu af MindManager forritinu til eignar (að verðmæti 35.000 kr.).

2. Windows tölvugrunnur og skjalastjórnun

  • Grunnatriði vélbúnaðar og hugbúnaðar - allra nauðsynlegustu hugtök og skammstafanir útskýrð.
  • Lyklaborðið og hlutverk einstakra lykla.
  • Notkun helstu fylgiforrita Windows.
  • Aðlögun skjáborðs, bakgrunnur og skjáhvílur.
  • Windows Explorer - Skráarstjórinn og æfingar í allri skjalastjórnun.
  • Drif og geymslumiðlar
  • Búa til möppur, vista, afrita og eyða .

3. Word ritvinnsla
Þátttakendur munu læra:

  • að búa til skjal, gefa því nafn og vista það (e. Save/Save As...)
  • að opna skjal sem þegar er til, bæta inn texta og eyða texta.(e. Open/Save)
  • grunnatriði í innslætti texta og leiðréttingar
  • aðferðir við að velja texta, heila línu, efnisgreinar og allt skjalið (e. Select All)
  • að útlitsmóta texta, skáletra, feitletra, breyta leturlit (e. Font)
  • að færa til texta í skjali og afrita texta í skjali. (e. Cut/Copy/Paste)
  • að útlitsmóta efnisgreinar, textajöfnun, línubil, inndráttur texta (e. Paragraph)
  • grunnatriði í uppsetningu á ritvinnsluskjölum (e. Page Setup)
  • að prenta út skjal eða hluta úr skjali og nota "prentskoðun" (e. Print/Print Preview)
  • að setja inn síðuhaus og síðufót (e. Header/Footer)
  • að setja inn sjálfvirka ritun blaðsíðutals(e. Page Number)
  • tölusetja texta og setja inn áherslumerki (e. Bullets and Numbering)
  • að setja inn myndir (e. Picture)
  • að vinna samhliða með myndir og texta í skjali (e. Picture Properties)
  • að setja skjal upp í dagblaðastíl (e. Columns)
  • að nota dálkmerkin (e. Tabs)
  • að búa til töflu fylla inn í hana og breyta henni (e. Tables)
  • gerð umslaga og límmiða (e. Tools/Envelopes and Letters)
  • að nota tengiprentun (e. Mail Merge)
  • að öðlast öryggi og hraða við vinnslu í forritinu

4. Excel
Þátttakendur munu læra:

  • að búa til töflureikniskjal (vinnubók) og rita inn tölur og texta
  • að opna töflureiknisskjal og breyta/eyða gögnum þess
  • aðferðir við að velja reit eða svæði
  • að flytja til eða afrita innihald reita
  • að búa til einfaldar formúlur með samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu
  • að setja upp eigið reikningsdæmi byggt á aðgerðunum hér á undan
  • að nota nokkur innbyggð reikniföll (AutoSum, Average, Max, Min og If)
  • að forsníða reit eða reiti, t.d. fjölda aukastafa, gjaldmiðilsmerki ofl. aðgerðir í "Format/Cells"
  • að vinna með jöfnun og stillingar texta innan reita
  • að útlitsmóta töflur, s.s. rammar og litir
  • að nota sjálfvirka útlitsmótun taflna
  • að bæta inn línum og dálkum
  • að bæta inn og eyða vinnublöðum
  • að raða gögnum vinnuskjals í stafrófsröð og eftir stærð (Sort)
  • að nota fastar og afstæðar tilvísanir í reiti
  • að nota afritun formúlna í reitum
  • að setja inn myndir og teikningar í vinnublað
  • að prenta út skjal eða hluta úr skjali og nota "Print Preview"
  • að búa til og breyta myndriti

5. PowerPoint
Þátttakendur munu læra:

  • undirstöðuatriði í uppsetningu glæru (Texti - útlit)
  • að búa til kynningarefni bæði til að prenta út og nota sem glærusýningu
  • að þekkja og vinna í mismunandi sjónarhornum (View)
  • að búa til fyrirsagnar og upptalningarglæru
  • að vinna með glærur í yfirlitsham
  • að nota teikniáhöldin, ClipArt og WordArt
  • að búa til sniðmát (master)
  • að vinna með gröf
  • að stilla mismunandi hreyfingar á glæru
  • að stilla mismunandi skiptingar milli glæra
  • að vinna með liti og bakgrunna
  • að vinna með stofnskjöl (slide master, title master, handouts master)
  • að búa til sérhannaðar sýningar að hanna aðgerðahnappa(action buttons) og tengla í önnur skjöl
  • að sérstilla glærusýninguna að eigin þörfum
  • að vinna með útlitssniðmát og eigið sniðmát
  • að vinna með myndefni og margmiðlun, s.s. hljóð og video
  • að vinna með formmyndir (AutoShapes) - settar saman, þeim snúið, endurstaðsetning þeirra
  • að auka virkni viðfanga glærusýningar
  • samhæfni PowerPoint við önnur Office forrit, s.s. texti tekinn úr Word, myndrit úr Excel
  • að setja inn myndir
  • mismunandi aðferðir við vistun skráa
  • að afhenda kynningar (Pack-and-Go hjálparforritið)
  • vistun fyrir vef
  • að flytja glærur úr öðrum kynningum inn í sýningu

6. Outlook póstur og skipulag
Þátttakendur munu læra:

  • að skrifa, senda, taka við, svara og prenta út póst
  • að útlitsmóta textaskilaboð, s.s. myndir og bakgrunnar
  • að flokka póst handvirkt og sjálfvirkt eftir innihaldi, sendanda eða reikningi
  • að stofna tengiliði og halda utanum tengiliðaskrá (Contacts)
  • að setja upp póstlista til dreifingar (Distribution list)
  • að búa til sjálfvirkar undirskriftir
  • að senda viðhengi og vista aðsend viðhengi á rétta staði
  • að eyða skeytum og búa til sjálfvirkar síur
  • að afgreiða ruslpóst á réttan hátt
  • að stilla og nota dagatalið á skilvirkan máta
  • gera grunnæfingar í verkefnum (task)
7. Viðskiptagreinar
  • Verslunarreikningur
    • Rifjuð er upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum. Vísitölur og verðtryggingar eru kynntar og meðferð þeirra útskýrð. Raðgreiðslur greiðslukorta. 
  • Virðisaukaskattur, reglur og skýrslur. 
    • Farið yfir helstu lög og  reglur sem gilda um VSK - útreikning og útfyllingu skilagreina. Farið yfir virðisauka þrepin og hvað telst vsk. skyldur kostnaður og hvað ekki, helstu undanþágur ofl.
  • Bókhaldsgrunnur og handfært bókhald.
    • Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. 
  • Tölvubókhald í Navision
    • Kennd undirstaða í meðferð bókhaldsgagna í tölvu. Uppbygging bókhaldslykla í tölvu, hvernig færslur eru skráðar. Afstemmingar m.a við bankayfirlit. Prentun reikningslykla, hreyfingalista, aðalbókar, efnahags og rekstrarreikninga.
  • Tollskýrslugerð
    • Kynntar eru helstu reglur er varða innflutning eins og t.d. tollskýrslugerð, innflutningstakmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar. Sjá nánari lýsingu hér.

Kennsluaðferðir

Kennsla byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara. Í bókhaldshlutanum er notað sérhannað námsefni með raunverulegum fylgiskjölum í bókhaldsmöppu og eru þau merkt og færð með tilheyrandi uppgjöri og útskriftum. Prufuútgáfa af bókhaldsforritinu fylgir.

Námsefni

Allt námsefni og kennslubækur innifaldar í verði námskeiðs ásamt MindManager forritinu (að verðmæti 35.000 kr.).

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.