Tollskýrslugerð

  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Á námskeiðinu eru kynntar helstu reglur er varða inn- og útflutning; tollskýrslugerð, innflutningstakmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar. 

Fyrir hverja?

Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu og hafa grunnskilning á bókhaldi.

Markmið

Markmið námskeiðsins eru að nemendur:

  • kynnist helstu reglum varðandi innflutning.
  • þekki fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna.
  • geti gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld.
  • öðlist grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra.
  • öðlist grunnskilning á hvernig nota eigi tollskrána til að tollflokka vöru.

 

Viðfangsefni 

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi þætti:

  • Alla reiti aðflutningsskýrslunnar þ.e. hvað á að skrá í hvern reit.
  • Farið í útreikning á tollverði og aðflutningsgjöldum með verkefnum.
  • Hvernig aðflutningsskýrsla er útbúin þegar leiðrétta þarf þegar tollafgreidda aðflutningsskýrslu.
  • Leyfi og bönn kynnt.
  • Sýnd dæmi um EUR – tollmeðferð.
  • Farið er í gegnum útfyllingu útflutningsskýrslu, þ.e. hvað á að skrá í hvern reit og helstu atriði er snúa að útflutningi.

Námsefni

Lög og reglugerðir, fyrirlestrar, glærur og annað fjölfaldað efni frá kennara.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Mikilvægar upplýsingar

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.