Gerð stafrænna auglýsinga fyrir sjónvarp og vef

Sérlega hnitmiðað námskeið í gerð stafrænna auglýsinga fyrir sjónvarp og vef. Lærðu að búa til vandaða stafræna auglýsingu á auðveldan og ekki síst hagkvæman hátt, sem hægt er að birta bæði í sjónvarpi og á vefnum.

Markmið

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að hafa öðlast þá færni og þekkingu sem þarf til að búa til stafrænar auglýsingar til birtingar í sjónvarpi og á vefnum.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu er forritið After Effects notað en það er eftirvinnslu forrit sem vinnur með sjónbrellur og kvikun. Þetta er frábært forrit til auglýsingagerðar en er einnig notað við gerð kvikmynda og í sjónvarpsþáttagerð.

Með After Effects er hægt að vinna við eftirvinnslu á tvívíðum myndum og meðhöndla þrívídd með vissum viðbótum og kunnáttu.

1. Uppsetning á vinnuskjölum.
2. Vinnu umhverfi og tímaás.
3. Layers og Styles.
4. Special Effects.
5. Verkefna vinna.
6. Frágangur skjala.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er sérlega gagnlegt fyrir markaðsfólk og þá sem starfa við grafíska hönnun eða vefhönnun. Góð Photoshop kunnátta er nauðsyn en öll önnur reynsla er plús, hvort sem að sé frá meðhöndlun myndbanda eða þrívíddar hönnun. 

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.