MindManager hraðnámskeið

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa náð grunnatriðum MindJet/MindManager. 

Nýjungar verða kynntar ásamt því að farið verður ítarlega í notkun á MindManager við stýringu verkefna. Námskeiðið er uppbyggt sem "Workshop" og mikil áhersla lögð á einstaklingskennslu.  Upplagt er að þátttakendur komi með eigin hugarkort.

Markmið

  • Í lok námskeiði getur þátttakandi:
  • Sett upp og stýrt verkefnum í MindManager
  • Búið til sniðmát korta og deilt því með öðrum
  • Flutt út gögn yfir í önnur forrit

Viðfangsefni

Námskeiðið er opin vinnustofa, þar sem þátttakendur takast á við raunhæf verkefni í MindManager

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.