Umsagnir nemenda fjarkennslu

Þetta hafa nemendur að segja um fjarkennsluna:

Fjóla D.: Framabraut - Skrifstofuskóli (í staðnámi og fjarkennslu í beinni)

"Ég er á  allan hátt mjög ánægð með þetta nám. Vegna aðstæðna þá þurfti ég að nýta mér bæði að vera á staðnum og í fjarkennslu í beinni sem mér finnst vera stór plús við þennan skóla. Ég átti mitt sæti og mína tölvu í kennslustofunni og gat þá komið þegar mér hentaði. Þegar ég  var á staðnum þá var upplifunin af fjarnemum bara jákvæð og alls ekki truflun, bara gaman að heyra og vita af fólki á línunni. Svo kom það fyrir að fjarnemar utan af landi komu í bæinn og sátu þá í tímanum með okkur og það var mjög skemmtilegt.

Fyrir mig var það Fjarkennslan í beinni sem hafði úrslitaáhrif á það hvaða nám og skóla ég valdi. Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan sveigjanleika í boði.

Ég ætla að bæta við mig og fara á Bókaranám framhald og ætla  að nýta mér að einhverju leiti fjarkennsluna. Takk fyrir mig."

  Framabraut-Skrifstofuskóli í stað- og fjarnámi í bland

Ólafur Tage Bjarnason, Danmörku: Photoshop og vefsíðugerð í fjarkennslu í beinni

"Ég hef tekið tvö námskeið hjá Promennt, Photoshop námskeið og svo í framhaldi af því Dreamweaver. Þar sem ég var búsettur erlendis tók ég þessi námskeið í fjarkennslu í beinni og var viðstaddur allar kennslustundir í gegnum netið. 
Ég byrjaði á Photoshop námskeiðinu og gekk það einkar vel enda hafði ég smá grunn í því forriti sem gerði það auðveldara að fylgja þeim sem voru í staðarnámi. Seinna námskeiðið sem ég sótti var Dreamweaver, ég hafði aldrei opnað það forrit fyrr en í fyrstu kennslustund og tók smá tíma að kynnast umhverfinu en eftir það þá gekk allt að óskum. Til að ná sem mestu út úr námskeiði mæli ég með að þáttakendur kynni sér forritið aðeins áður en námskeið hefst.

Ég mæli hiklaust með fjarkennslunni í beinni hjá Promennt, vel var staðið að öllu og einkar liðlegt starfsfólk sem þægilegt er að leita til ef aðstoðar er þörf."

  Framabraut-Skrifstofuskóli í stað- og fjarnámi í bland

Guðmundur Einarsson, Sandgerði: Skrifstofunám í fjarkennslu í beinni

"Ég mæli hiklaust með þessu kennslufyrirkomulagi. Þetta kemur ótrúlega vel út,það er nánast eins og maður sitji í skólastofunni með kennaranum. Fyrir utan það að maður þarf ekki að klæða sig til að fara í skólann eða keyra marga kílómetra."

  Framabraut-Skrifstofuskóli í stað- og fjarnámi í bland

Valdís Erla Eiríksdóttir, Árskógssandi: Skrifstofunám í fjarkennslu í beinni

"Það að getað stundað nám í gegnum fjarkennslubúnað eins og er hérna í Tölvuskólanum er alveg frábært. Ég bý úti á landi og hefði ekki haft kost á þessu námi öðruvísi. Var í skrifstofunámi í vetur og er það mjög hagnýtt og markvisst nám, með fyrsta flokks kennurum og starfsfólki. Þetta nám á alveg örugglega eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. Í Tölvuskólanum er svo ótal margt í boði og á ég alveg örugglega eftir að skoða það í framhaldi af skrifstofunáminu. Enda höfðum við á orði fjarnemarnir að þetta væri svo skemmtilegt að við tímdum bara einfaldlega ekki að hætta. Takk kærlega fyrir mig."

  Framabraut-Skrifstofuskóli í stað- og fjarnámi í bland