GDPR nýir tímar í umgengni persónuupplýsinga

Þann 25. maí 2018 mun ný persónuverndarlöggjöf taka að fullu gildi í Evrópu og er Ísland þar engin undantekning. Þessi löggjöf mun án efa snerta flest íslensk fyrirtæki og er því mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að þekkja vel til þessara nýju aðstæðna við meðferð persónuupplýsinga.

Á námskeiðinu munu þátttakendur öðlast þekkingu á þeim breytingum sem löggjöfin hefur í för með sér fyrir íslenkt atvinnulíf og öðlast hæfni til að geta metið hvaða ráðstafanir þarf að gera innan fyrirtækja til að vera sem best undir breytingarnar búinn.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er gagnlegt fyrir alla sem bera ábyrgð á meðhöndlun persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum sem og þá sem hafa áhuga á að kynna sér þær áhugaverðu breytingar sem eru að eiga sér stað á sviði persónuverndar. Námskeiðið er því sérstaklega hagnýtt fyrir stjórnendur og millistjórnendur óháð atvinnugrein.

Markmið

Þátttakendur ættu, að loknu námskeiði, að hafa öðlast aukinn skilning á innihaldi og gildissviði nýju persónuverndarlöggjafarinnar, þekkja helstu heimildir fyrirtækja á vinnslu persónuupplýsinga og öðlast þekkingu á því hvaða réttindi einstaklingar hafa með tilkomu þessa nýju laga.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi þætti:

  • Hverjar eru meginreglur gildandi persónuverndarlaga og hvaða helstu breytingar eiga sér stað við innleiðingu á nýju reglugerðinni.
  • Gildissvið laganna.
  • Hvað teljast persónuupplýsingar í skilningi laganna og hvaða heimildir hafa fyrirtæki til að vinna þessar upplýsingar.
  • Skyldur fyrirtækja um gagnsæi vinnslu, hvenær er þörf á gerð vinnsluskráa (IPA) og hvaða reglur gilda um öryggisbrot.
  • Aukinn réttur einstaklinga til að hafa áhrif á vinnslu sinna persónuupplýsinga. Farið verður yfir þætti eins og samþykki einstaklinga, rétt þeirra til að gleymast og/eða flytja gögn sín sem og andmælarétt.
  • Hlutverk persónuverndafulltrúa og eftirlitsaðila.

Kennslan

Linda B Stefánsdóttir

 

Leiðbeinandi er Linda B Stefánsdóttir. Linda er með meistarapróf í alþjóðalögum og hefur lokið námskeiði hjá IAPP International Association of Privacy Professionals um nýju persónuverndarlöggjöfina. Linda starfar sem SAM ráðgjafi (senior consultant) hjá Crayon ehf. og hefur í tengslum við tilkomu nýju persónuverndarlöggjafarinnar sérhæft sig í aðstoða fyrirtæki við að meta stöðu sína gagnvart nýju löggjöfinni. Áður starfaði Linda hjá Microsoft í Noregi sem SAM Engagement Manager. 

 Kennslan fer fram í formi fyrirlesturs og umræðna. 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.