Stofnun vefverslunar og rafræn markaðssetning

 • Kvöldhópur

  Dags. 16. sep '20 - 19. okt '20
  Dagar mán, mið
  Tími 17:00-21:00
  Lengd 60 std. - 10 skipti
  Verð 119.000 kr.

Sérlega hagnýt og vönduð námsbraut fyrir alla sem vilja koma sér upp Shopify vefverslun og læra að selja vörur á netinu með notkun á áhrifaríkum Facebook og Instagram auglýsingum. Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra að setja upp vefsíðu án þess að læra á forritunarmál (Dæmi HTML, CSS) og hvernig á í raun og veru að fanga athygli viðskiptavina með stafrænni markaðssetningu. Námskeiðið er unnið í samstarfi við Key Of Marketing sem sjá um kennslu á námskeiðinu.

Inntökuskilyrði

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu og vera læsir á ensku.  Þátttakendur þurfa ekki að kunna á forritin/kerfin sem tekin eru fyrir á námskeiðinu þar sem þau eru öll kennd frá grunni.

Markmið

 • Að þáttakendur kynnist forritum og verkfærum sem þeir geta nýtt til að fullvinna vefverslun.
 • Að þáttakendur læri að setja upp auglýsingaherferð á Facebook, Instagram og Mailchimp.

Viðfangsefni

 

1. Shopify vefverslanakerfið
Shopify er viðskiptavettvangur sem gerir öllum kleift að setja upp netverslun og selja vörur og þjónustu. Shopify er nú leiðandi viðskiptavettvangur hannaður fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.

Dæmi um vefsíður sem eru uppsettar í Shopify á Íslandi eru: www.lindex.is , www.belladonna.is , www.imperial.is , www.leanbody.is ásamt mörgum öðrum.

Meðal þeirra sem nota Shopify eru risa vörumerki eins og gymshark.com sem er „fastest growing business in the UK“, Red Bull notar Shopify en Red Bull er söluhæsti orkudrykkur í heimi. Einnig er heimasíðan kyliecosmetics.com rekin af henni Kylie Jenner sem er yngsti Billionaire í heimi, önnur stór vörumerki í förðunarheiminum eins og Jeffree Star Cosmetics, Pixi Beauty og KKW Beauty.

 

Farið verður yfir vefverslanakerfið Shopify, hvernig á að stofna aðgang, hvernig við tengjum lén við síðuna, bætum inn vörum, veljum útlit, tökum á móti pöntunum og allt þar á milli.

 

2. Tenging við aðrar sölurásir
Shopify býður upp á þann möguleika að tengjast við fleiri sölurásir eins og Facebook Shop og Messenger

 

3. Markaðssetning á netinu og samfélagsmiðlar sem markaðstæki

Markaðssetning á netinu er orðin órjúfanlegur hluti af nútíma markaðsstarfi. Í þessari einingu er stafræn markaðssetning kynnt. Þá er farið yfir hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir sem markaðstæki, hvað ber að varast og hvar tækifærin liggja. Hvað virkar og hvað ekki?

 

4. Auglýsingakerfi Facebook og Instagram
Facebook og Instagram býður í raun upp á tvær leiðir til þess að kaupa auglýsingar, önnur er einfaldari og ekki jafn áhrifarík en flestir kannast við hana undir nafninu „Boostaðar auglýsingar“.

Í þessari einingu verður farið yfir hvernig skal nota Business Manager til þess að kaupa áhrifaríkar auglýsingar, byggja upp markhóp, vinna með gögn í stafrænni markaðssetningu, eltiauglýsingar, lesa úr niðurstöðum, textasmíði og annað.

 

4. Mailchimp

Vinsælasta fjölpóstkerfi heims, Mailchimp er með yfir 60% markaðshlutdeild.

Mailchimp einfaldar samskipti við viðskiptavini með sjálfvirkum tölvupóstum og flokkun á listum.

Í þessari einingu lærum við að tengja Mailchimp við Shopify og senda þakkarskeyti.

 

5. Lokaverkefni
Margir segja að þetta sé gagnlegasti hluti námskeiðsins. Þátttakendur fullvinna vef með aðstoð allra forrita og verkfæra sem tekin hafa verið fyrir á námskeiðinu undir leiðsögn kennara og ganga frá fullbúnum vef.

Þáttakendur setja upp auglýsingaherferð á Facebook, Instagram og Mailchimp sem tengjast vefnum,

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er í boði í fjarkennslu í beinni útsendingu til viðbótar við hefðbundna staðkennslu.Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð