Fornám í heilsu- og öryggismálum (FHÖ) með pólskum túlki

Á námskeiðinu er farið yfir sameiginlegar reglur, lög og staðla er eiga við heilsu-og öryggismál hjá fyrirtækjum í iðnaði á Íslandi.

ATH. Þetta námskeið fer fram á íslensku en það er pólskur túlkur til staðar.

Forkröfur

Engar

Matsaðferð

Próf, lágmarkeinkunn 8 (80%) , mæting og virkni á námskeiðinu, mæting telst ekki gild ef þáttakandi mætir 60 mínútum eftir að námskeið er hafið. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist.

Markmið

Að loknu námskeiði skal námsmaður þekkja og geta gert grein fyrir 0 – slysa nálgun og þeim tækjum og tólum sem til eru til ná því markmiði.

Enn frekar að námsmaður:

  • Getur gert grein fyrir tilgangi og mikilvægi vinnu við áhættugreiningar
  • Getur útskýrt vinnu við áhættuskimun og mikilvægi úttekta
  • Getur greint helstu áhrifavalda er leiða til frávika og atvika
  • Tilgreinir þrjár tegundir forskoðana
  • Skilur eigin ábyrgð og hlutverk í öryggismenningu vinnustaða
  • Veit hverjir eru „krítikal 9“ þættir og þjálfunarkröfur
  • Tengir tilkynningar um frávik við virkt umbótastarf
  • Skilur nauðsyn skráninga atvika og rótargreininga
  • Veit að nauðsynlegt er að stoppa og spyrja frekar en að halda áfram án fullvissu
  • Þekkir  og skilur mikilvægi réttrar notkunar á hlífðarfatnaði og búnaði
  • Þekkir til helstu vinnuvistfræðilegra þátta sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu
  • Gerir sér grein fyrir mikilvægi góðs húshalds og reglu á vinnustað
  • Er virkur og jákvæður varðandi reglufylgni í heilsu og öryggismálum

Námslýsing

Megináhersla er á reglur, lög og staðla er eiga við í heilsu og öryggismálum í stóriðju og stórframkvæmdum. Nemendum gefst jafnframt tækifæri á að kynnast hvað áhættugreining og áhættumat er og í hvaða kringumstæðum slíkt er nauðsynlegt. Mismunandi hlífðarbúnaður kynntur og farið er yfir frávik og fráviksskráningar og nemanda er gerð grein fyrir ábyrgð sinni varðandi heilsu og öryggismál á vinnusvæði.

Námsaðferð

Leiðbeinandi skal beita mismunandi kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.

Námsefni

Glærur frá kennara.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.