Meðferð og umhirða hífibúnaðar (MUH)

Á námskeiðinu Meðferð og umhirða hífibúnaðar (MUH) hjá Promennt eru kenndar helstu reglur og viðmið við meðferð og umhirðu hífibúnaðar.                 

Forkröfur

Heilsa og öryggi 1 (Fornám)

Matsaðferð

Próf, lágmarkeinkunn 8 (80%), mæting og virkni á námskeiðinu. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist.

Markmið

Að loknu námskeiði skal námsmaður þekkja reglur um meðferð og umhirðu hífibúnaðar. Enn frekar á námsmaður að:

  • Skilja mikilvægi krafna og tilgang þess að nota rétt verklag við meðferð og umhirðu hífibúnaðar
  • Skilja að með réttu verklagi má koma í veg fyrir slys
  • Vita hvar ná má í ítarupplýsingar og önnur gögn
  • Geta skilgreint tegundir hífibúnaðar og notkun
  • Þekkja hættur tengdum hífibúnaðar
  • Þekkja búnað og getur valið réttan búnað við réttar aðstæður
  • Vita hverjar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna eru
  • Geta útskýrt skoðanir og eftirlit á búnaði
  • Þekkja og skilja skilgreiningar og orðanotkun varðandi hífibúnað

Námslýsing

Megináhersla er lögð á að kynna nemendum mikilvægi verklags við meðferð og umhirðu á hífibúnaði til að nemandi öðlist skilning á því hvernig koma má í veg fyrir slys. Kynntar eru mismunandi tegundir af hífibúnaði og noktun þeirra. Farið er yfir hættur sem fylgja þeim og nemendum gefið færi á að læra hvernig velja skal viðeigandi búnað miðað við aðstæður. Nemendum er kennt hvernig framkvæma skal skoðun og eftirlit á búnaðinum.

Námsaðferð

Á námskeiðinu beitir leiðbeinandi mismunandi kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.

Námsefni

Glærur frá kennara.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.