Vinna í lokuðu rými (VLR)

Á námskeiðinu er verklag og ferli við vinnu í lokuðu rými útskýrt ásamt orðanotkun.

Forkröfur

Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu Vinna í lokuðu rými (VLR) hjá Promennt verður nemandi að hafa lokið eftirfarandi námskeiðum:

 1. Heilsa og öryggi 1 (fornám)
 2. Læsa, merkja, prófa

Matsaðferð

Próf, lágmarkeinkunn 8 (80%) , mæting og virkni á námskeiðinu. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist. 

Markmið

Að námskeiði loknu skal námsmaður þekkja og geta gert grein fyrir vinnureglum og búnaði í lokuðum rýmum. Enn frekar skal námsmaður vera fær um að:

 • Skilja mikilvægi krafna og tilgang þess að nota verklag sem tryggir réttar aðgerðir vegna vinnu í lokuðum rýmum
 • Skilja að með réttu verklagi má koma í veg fyrir slys
 • Vita hvar nálgast má leiðbeiningar og gögn og hvernig tilkynningaskyldan er
 • Geta skilgreint hvað lokað rými er
 • Þekkja hættur sem tengdar eru lokuðum rýmum
 • Þekkja búnað og getur valið réttan búnað við réttar aðstæður
 • Kunna skil á björgunaráætlun og gerð áhættugreininga við vinnu í lokuðum rýmum
 • Vita hverjar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna eru
 • Geta útskýrt skoðanir og eftirlit á búnaði
 • Þekkja og skilja skilgreiningar og orðanotkun varðandi vinnu lokuðum rýmum

Námslýsing

Megináhersla er lögð á að fara yfir það verklag sem tryggir réttar aðgerðir vegna vinnu í lokuðu rými til að koma í veg fyrir slys. Farið er yfir hvað lokuð rými og nemendum er gerð grein fyrir hvar nálgast má leiðbeiningar og gögn fyrir lokuð rými. Nemendur fá að kynnast þeim hættum sem er tengdar við lokuð rými ásamt því að farið er yfir hvernig gera skuli björgunaráætlun og áhættugreiningu. Farið er yfir búnað og hvernig eftirliti á búnaði skal háttað.  Kynntar eru helstu skilgreiningar og orðanotkun varðandi vinnu í lokuðum rýmum.

Námsaðferð

Leiðbeinandi skal beita mismunandi kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.

Námsefni

Glærur frá kennara.

Annað

►Ef þú ert með hóp sem þú vilt skrá þá endilega hafðu samband við okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur póst á netfangið promennt@promennt.is.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.