Vefgreining með Google Analytics

Stutt og hnitmiðað námskeið þar sem nemendur hljóta grunnþjálfun í því að greina þá umferð sem kemur inn á vefinn þeirra og öðlast þekkingu á því hvernig þeir geti nýtt tólið til þess að spara töluverðar upphæðir í markaðsstarfinu.

Hvað er Google Analytics?

Google Analytics er frítt vefgreiningartól sem allir geta nýtt sér fyrir vefsvæði sitt. Tólið býr yfir mikilli nákvæmni og útbýr skýrslur sem innihalda ýmsa tölfræði eins og fjölda heimsókna og gæði þeirra, umbreytingar, sölur og f.l. Analytics getur rakið alla notendur sem heimsækja vefsíðu þína, hvort sem þeir koma frá leitavélum, samfélagsmiðlum o.s.frv. Einnig nýtist það þeim sem notfæra sér Google AdWords en þar er hægt að öðlast dýpri skilning á framgangi herferða sinna á leitarvélinni.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að geta nýtt vefgreiningartólið Google Analytics í markaðsstarfi. Athygli skal vakin á því að þetta er byrjendanámskeið í vefgreiningu með Google Analytics.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða innsýn um möguleika Google Analytics auk þess sem þeir öðlist hæfni til að greina þá umferð sem kemur á vefinn sinn sem t.d. nýtist þeim til þess að taka betri ákvarðanir í mögulegum úrbótum.

Viðfangsefni

Kynning á Google Analytics

  • Helstu hugtök kynnt; heimsóknartími, “bounce rate”, síðuflettingar, uppruni heimsókna, o.fl.
  • Farið yfir stillingar
  • Hvernig aflar Google Analytics gögnunum?

Markhópagreining

  • Hvaðan heimsækja notendur síðuna þína? Og hvaða tungumál tala þeir?
  • Tölfræði á milli tækja

Uppruni heimsókna

  • Í gegnum hvaða miðil fundu notendur þig?

Vefsíðan

  • Hvaða hluta þarf að bæta?
  • Hvernig bregðast notendur við efni vefsíðunar?
  • Hvar yfirgefa notendur síðuna?

Mældu árangur

  • Tíma eytt á síðu
  • % Bounce rate
  • ofl.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.