Markaðs- og sölunám - Hraðferð

 • "Lærði m.a. um markaðsetningu á netinu sem opnaði fyrir mér mjög skemmtilegan heim"
  "Ég starfa í heilbrigðisgeiranum og langaði að bæta við mig þekkingu í markaðs- og sölufræðum. Námið var fjölbreytt og skemmtilegt og kennslan öll til fyrirmyndar."
  Birna Berndsen, Markaðs- og sölunám
Markaðs- og sölunám - Hraðferð

Markaðs- og sölunám er skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja afla sér öflugrar þekkingar á sviði markaðs- og sölumála. Hér fléttast saman gamalgróin sölu- og markaðsfræði við nýjustu tækni sem í boði er.

Áhersla er lögð á þátt upplýsingatækninnar í markaðs- og sölumálum þar sem byrjað er á því að styrkja almenna tölvukunnáttu sem svo myndar sterkan grunn fyrir nýtingu upplýsingatækninnar þar á eftir. 

Náminu lýkur með þverfaglegu lokaverkefni sem tekur á öllum þáttum námsins. Byggð er upp kunnátta í notkun netsins bæði við markaðsrannsóknir og markaðssetningu með sérstaka áherslu á markaðstækin Google AdWords, Google Analytics og Facebook. Gestakennarar úr röðum helstu sérfræðinga í markaðssetningu á netinu og í notkun helstu verkfæra sem markaðsfólk þarf að kunna skil á.

Fyrir hverja?

Um er að ræða mjög gagnlega námsbraut sem gerir kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við sölu- og markaðsmál (t.d. sem markaðs- og sölufulltrúar), styrkja kunnáttu sína eða nota sem grunn fyrir frekara nám. Námið hentar einnig vel þeim sem hafa menntun og/eða reynslu á allt öðrum vettvangi og vilja starfa við sölu- og markaðsmál í sérhæfðum greinum, eins og t.d. þá sem eru með menntun í ferðamálafræði, úr heilbrigðisgeiranum ofl. Ekki er krafist neinnar undanfarinnar menntunar eða starfsreynslu.

Markmið

Í lok námsins hefur þátttakandi:

 • Öðlast færni til að vinna að markaðs-og sölustörfum.
 • Öðlast skilning á grunnþáttum sölu-og markaðsstarfs.
 • Öðlast skilning á tilgangi markaðsrannsókna.
 • Öðlast færni í að búa til markaðsáætlun.
 • Lært að nýta sér Internetið í markaðsstafi.

Viðfangsefni námsbrautarinnar

1. Kynning og námstækni með MindManager hugarkortsforritinu
Námsbrautin hefst á kynningu og í framhaldi verður nemendum kennd námstækni með aðstoð hugarkortsforritsins MindManager. Þessi tækni gengur út á að notast við myndræna framsetningu á efni með notkun hugarkorta. Þessi aðferð á eftir að nýtast nemendum sérlega vel í þessu námi því eins og rannsókn dr. Lindu Shaw(framkvæmd í Bretlandi 2012) sýndi fram á að með því að notast við myndræna framsetningu gagna getur einstaklingur aukið afköst sín við verkefnavinnu um heil 17%. Þetta á einnig við þegar litið er á teymisvinnu, en afköst teyma geta aukist um 8-10% við það eitt að notast við myndræna framsetningu.

2. Tölvu- og upplýsingaleikni - HRAÐFERÐ
Farið er í þær tölvugreinar sem nauðsynlegt er að kunna góð skil á við alhliða skrifstofustörf. Byrjað verður á að fara í Windows tölvugrunn þar sem meðal annars verður farið yfir hvernig standa skal að skjalavörslu í Windows umhverfinu og teknar eru fyrir helstu stillingar stýrikerfisins sem öflugir tölvunotendur þurfa að kunna skil á. Önnur helstu forritin sem tekin eru fyrir:

 • Ritvinnsla í Word 2016. Auk þess helsta sem forritið býður uppá er lögð áhersla á það hvernig forrritið getur nýst sölu- og markaðsfólki, m.a. uppsetning og frágangur tilboða, dreifibréf, markpóstur ofl.
 • Excel 2016. Með sérstakri áherslu á hvernig þetta öfluga forrit nýtist í fólki í sölu- og markaðsvinnu.
 • Outlook tölvupóstur í fyrirtækjaumhverfi, dagbók og skipulag.
 • Kynningartækni með PowerPoint. Farið í það hvernig á að setja upp lifandi og skemmtilegar kynningar. Einnig fá  þátttakendur æfingu í að flytja kynningar á áhrifaríkan og sterkan hátt.

3. Sölutækni
Tekin eru fyrir þau atriði sem skipta meginmáli í árangursríkri sölumennsku og hvernig tryggja skuli  jákvætt samband við viðskiptavini.  Farið er í gegnum söluhringinn ofl.

4. Markaðsfræði
Í þessari einingu námsins er farið yfir grunnþætti markaðsfræðinnar. Markmiðið er að nemendur skilji grunnþætti markaðsstarfs og mikilvægi þess í daglegri starfsemi fyrirtækja, auk mikilvægi markaðsrannsókna í markaðsstarfinu. Nemendur munu auk þess sem læra að móta og framfylgja markaðsáætlun.  Stuðst er við kennslubókina "Foundations of Marketing" (John Fahy og  Daniel Jobber) og er bókin innifalin í verði námskeiðs:

5. Markaðssetning á netinu
Í þessari einingu námsins verður fjallað um allar helstu samskiptaleiðir netsins: samfélagsmiðla, leitarvélar, vefborða og tölvupóst. Einnig er farið yfir mælingar með vefgreiningartólum á vefsíðum og auglýsingum og birtingafræði. Farið verður yfir fjölmargar íslenskar dæmisögur sem hægt er að nota sem viðmið í markaðssetningu á netinu.

6. Leitarvélamarkaðssetning með Google AdWords
Google AdWords er tæki sem hentar einstaklega vel í markaðssetningu fyrirtækja. Þessi hluti námsins byggist á kennslu á þeim tækjum og tólum sem AdWords býður upp á og hljóta nemendur þjálfun í að beita AdWords þannig að náð er beint til markhópsins með birtingum á réttum stöðum á réttum tíma. Með notkun Google AdWords verður markaðsstarf á netinu mjög hnitmiðað og ef rétt er farið að er hægt að spara umtalsverða fjármuni sem varið er í auglýsingar en um leið auka árangurinn til muna.

7. Vefgreining með Google Analytics

Google Analytics er frítt vefgreiningartól sem allir geta nýtt sér fyrir vefsvæði sitt. Tólið býr yfir mikilli nákvæmni og útbýr skýrslur sem innihalda ýmsa tölfræði eins og fjölda heimsókna og gæði þeirra, umbreytingar, sölur og f.l. Analytics getur rakið alla notendur sem heimsækja vefsíðu þína, hvort sem þeir koma frá leitavélum, samfélagsmiðlum o.s.frv. Einnig nýtist það þeim sem notfæra sérGoogle AdWords en þar er hægt að öðlast dýpri skilning á framgangi herferða sinna á leitarvélinni.

Nemendur kynnast helstu hugtökum sem notuð eru við vefgreiningar, hljóta grunnþjálfun í vefgreiningu með Google Analytics og öðlast þannig þekkingu á því hvernig þeir geti nýtt tólið til þess að gera markaðsstarfið enn hnitmiðaðra.

8. Facebook sem markaðstæki
Farið er í allt frá því hvernig Facebook-síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis?

 

9. Tölvupóstmarkaðssetning með MailChimp

Nemendur munu öðlast þekkingu á því hvað tölvupóstmarkaðssetning er og hvernig hún nýtist fyrirtækjum ásamt því sem hugbúnaðurinn MailChimp er kynntur til sögunnar. MailChimp er frábært forrit sem hægt er að nota í tölvupóstmarkaðssetningu og eru helstu kostir þess að það er ókeypis á netinu og er mjög notendavænt bæði er kemur að utanumhaldi póstlista sem og hönnun skilaboðanna sjálfra.

Farið verður í hvernig stofna á reikning, búa til póstlista og vinna með lista, hanna skilaboðin og síðast en ekki síst mæla árangurinn.

10. Verkefnadagar/lokaverkefni
Þegar komið er út á vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa hagnýta reynslu af viðfangsefninu. Í lok námsbrautarinnar er lagt fyrir nemendur yfirgripsmikið þverfaglegt lokaverkefni þar sem tekið er fyrir það helsta sem farið hefur verið yfir í náminu.

Námsmat

Lokaverkefni sem tekur á öllum þáttum námsbrautarinnar.

Gæðavottun Microsoft 

Við erum mjög stolt af því að vera eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið, eða CPLS, á Íslandi. CPLS stendur fyrir Microsoft Certified Partner for Learning Solutions. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf Promennt að uppfylla mjög ströng skilyrði Microsoft. Þar má nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.