Ráðgjöf við val á námi

Vantar þig ráðgjöf við val á námi - kíktu við hjá okkur, við erum með opið hús á hverjum virkum degiÞegar staðið er frammi fyrir því að velja sér nám er mikilvægt að taka vel ígrundaða ákvörðun til þess að ávinningurinn verði sem mestur. Við hjá Promennt aðstoðum þig við valið, metum þitt áhugasvið, förum yfir hvaða möguleikar eru í boði sem við teljum henta þér og veitum þér allar nánari upplýsingar um forkröfur, uppbyggingu og umfang námskeiða og námsbrauta ásamt væntanlegan árangur.

Náms- og starfsráðgjöf

Að auki bjóðum við upp á almenna náms- og starfsráðgjöf og áhugasviðsgreiningar í samstarfi við símenntunarmiðstöðina Framvegis. Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að skoða þá möguleika sem einstaklingar hafa varðandi nám, þróun í starfi og aðra færniuppbyggingu. Ráðgjöfin miðast fyrst og fremst við fullorðna einstaklinga, 20 ára og eldri.

Náms- og starfsráðgjafi veitir meðal annars:

  • Upplýsingar um nám, störf og raunfærnimat
  • Aðstoð við að finna út hvaða nám eða starf hentar þér best, m.a. með áhugasviðsgreiningum
  • Leiðsögn við gerð ferilskrár (CV) og atvinnuumsókna
  • Aðstoð við að skipuleggja starfsleit
  • Leiðsögn um góð vinnubrögð í námi
  • Aðstoð við að skoða leiðir til að takast á við hindranir í námi
  • Ráðgjöf um möguleika til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði

 Sláðu á þráðinn í síma 519-7550 eða kíktu í kaffi til okkar í Skeifunni 11b (2.hæð) og við hjálpum þér að finna það nám sem hentar þér best. Við erum með opið hús alla virka daga frá kl. 8:15-16:00 og föstudaga frá 08:15-12:00.