Ríkisstarfsmenn

Sía

Að auðga stafræna færni ríkisstarfsfólks er mikilvægt verkefni til þess að nútímavæða vinnuumhverfi ríkisstarfsmanna í samræmi við stefnu hins opinbera um stafræna þjónustu. Til að styðja við þá vegferð hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið í samvinnu við Promennt skipulagt þrjú námskeið í tengslum við Microsoft 365, þar sem Teams, skjalavistun, Forms og Lists eru í fyrirrúmi.

Námskeiðin þrjú styðja við hvert annað, þar sem þekking og færni eykst og styrkist með hverju námskeiðinu. Stafræn færni ríkisstarfsfólks styrkist því mest séu öll námskeiðin tekin.

Teams er tól sem við notum daglega í okkar vinnu og er þess vegna mikilvægt að styrkja þekkingu og skilning bæði á samskiptum í Teams en líka hafa dýpri skilning á því hvar gögnin sem við setjum í Teams búa. Þannig getum við verið viss um að við séum að nýta okkur Teams með besta móti til þess að auka skilvirkni í starfi, verðum styrkari í því að deila gögnum, fækka innanhús póstum og að senda viðhengi okkar á milli. Það er mikilvægt að vita hvaða leiðir eru bestar, með hvaða hætti á ég að deila gögnunum (samskipti) og hvar á ég að vista þau (gögnin).

Þá er gott að þekkja virkni bæði Forms og Lists sem við getum notað í teymisvinnu og nálgast í Teams. Með Forms getum við búið til kannanir, próf og skráningarform og fengið niðurstöður í rauntíma. Lists gerir notendum kleift að búa til, samnýta og rekja gögn innan og á milli lista. Forritin er bæði hægt að nálgast og vinna með í gegnum Teams en líka í Office 365 svítunni.

Hér fyrir neðan er listi yfir námskeið sem eru á döfinni. Hægt er að velja hvert námskeið fyrir sig sjá nánari upplýsingar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið niðurgreiðir námskeiðin og er birt verð með þeirri niðurgreiðslu. Stofnanir og starfsmenn eru jafnframt hvattir til að leita til starfsmenntasjóða viðkomandi vegna frekari niðurgreiðslu. Félagsmenn BHM fá sjálfkrafa niðurfellingu námskeiðsgjaldsins samkvæmt ákvörðun stjórnar og sækir Promennt niðurgreiðsluna beint til þeirra.

Námskeiðin eru aðgengileg fyrir starfsfólk allra A-hluta stofnana og ráðuneyta, þ.e. fyrir þær starfseiningar sem ríkissamningurinn um Microsoft leyfin gildir fyrir.

Heiti Dags. Dagar Tími
Gögnin í Teams – hvar búa gögnin mín 31.05. 2022 þri 10:00-12:00 Skráning / Registration
Listar og form – samvinnutól í Office 365 02.06. 2022 fim 13:00-14:30 Skráning / Registration