Gögnin í Teams – hvar búa gögnin mín

Niðurgreitt námskeið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið niðurgreiðir námskeiðin og er birt verð með þeirri niðurgreiðslu. Stofnanir og starfsmenn eru jafnframt hvattir til að leita til starfsmenntasjóða viðkomandi vegna frekari niðurgreiðslu. Félagsmenn BHM fá sjálfkrafa niðurfellingu námskeiðsgjaldsins samkvæmt ákvörðun stjórnar og sækir Promennt niðurgreiðsluna beint til þeirra.

Námskeiðin eru aðgengileg fyrir starfsfólk allra A-hluta stofnana og ráðuneyta, þ.e. fyrir þær starfseiningar sem ríkissamningurinn um Microsoft leyfin gildir fyrir.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt öllum sem nota Teams í daglegum störfum fyrir gögnin sín og vilja styrkja þekkingu sína á hvar gögnin búa og hvernig Teams tengist OneDrive og SharePoint. Þannig styrkir námskeiðið þekkingu á Microsoft 365 umhverfinu og hvar gögnin búa.
Innihald vinnustofunnar er þróað með vinnuumhverfi ríkisstarfsfólks í huga.

Markmið

Í lok námskeiðs hefur þátttakandi fengið kynningu á:   

• Hvar gögnin sem sett eru í Teams búa
• Hvernig Teams tengist OneDrive og SharePoint
• Helstu virkni OneDrive
• Hvernig opnar og læstar rásir hafa áhrif á það hvar gögnin lenda

Viðfangsefni

Með þátttöku í námskeiðinu munu þátttakendur fá kynningu á:

• Teams og gagnavistun
• Hvernig á að vista skjöl og möppur og flytja gögn í skýið
• Grunnatriðum í hvernig hægt er að nýta OneDrive og Teams/SharePoint til samvinnu
• Hvernig hægt er að deila skjölum og möppum

Kennsluaðferð

Kennsla fer fram í formi 2 tíma námskeiðs sem kennt er í fjarkennslu þar sem fyrirlestri er blandað saman við verkefnavinnu og æfingar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu vel undirbúin og hafi unnið í Teams áður og þekki ýmsa grunnþætti forritsins. Miðað er að því að þátttakendur hafi betri skilning á vistun og deilingu gagna í skýinu og hvar gögn sem deilt er í gegnum Teams vistast.