Listar og form – samvinnutól í Office 365

Niðurgreitt námskeið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið niðurgreiðir námskeiðin og er birt verð með þeirri niðurgreiðslu. Stofnanir og starfsmenn eru jafnframt hvattir til að leita til starfsmenntasjóða viðkomandi vegna frekari niðurgreiðslu. Félagsmenn BHM fá sjálfkrafa niðurfellingu námskeiðsgjaldsins samkvæmt ákvörðun stjórnar og sækir Promennt niðurgreiðsluna beint til þeirra.

Námskeiðin eru aðgengileg fyrir starfsfólk allra A-hluta stofnana og ráðuneyta, þ.e. fyrir þær starfseiningar sem ríkissamningurinn um Microsoft leyfin gildir fyrir.

Fyrir hverja?

Vinnustofan er sérstaklega gagnleg þeim sem nýta Microsoft365 í daglegum störfum og vilja kynnast fleiri lausnum og möguleikum í Office svítunni.

Markmið

Í lok námskeiðs hafa þátttakendur að hafa betri tilfinningu fyrir því hvernig Lists og Forms geta nýst í daglegum störfum.
Innihald vinnustofunnar er þróað með vinnuumhverfi ríkisstarfsfólks í huga.

Viðfangsefni

Með þátttöku í námskeiðinu munu þátttakendur auðga þekkingu sína á:  

1. Lists og hvernig má nýta viðbótina í daglegum störfum
2. Forms og möguleikum á notkun viðbótarinnar
3. Hvernig viðbæturnar má nýta í Teams
4. Hvernig PowerAutomate gæti tengt viðbæturnar saman

Kennsluaðferð

Kennsla fer fram í formi 1,5 tíma námskeiðs sem kennt er í fjarkennslu þar sem fyrirlestri er blandað saman við verkefnavinnu og æfingar (hermikennslu). Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi áhuga á viðbótunum og hafi unnið í Office 365 áður. Miðað er að því að þátttakendur fái hugmynd um hvernig hægt er að nýta Lists og Forms og séu vel í stakk búin að byrja að nota viðbæturnar og æfa sig áfram.