.NET 4.0 Forritunarnám

.NET forritunarnámið er fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem alvöru forritarar. Við bjóðum nú upp á þessa námsbraut í .Net 4.0 umhverfinu þar sem kennt er C# forritunarmálinu í Visual Studio 2010 Framework frá Microsoft.

Þetta nám er til undirbúnings tveimur MCTS gráðum, annars vegar " Windows Communication Foundation Development with Microsoft .NET Framework 4" og hins vegar "Accessing Data with Microsoft .NET Framework 4" 

Markmið 

Í lok náms eiga nemendur að vera tilbúnir til að taka eftirfarandi Microsoft próf sem veita tvær alþjóðlegar MCTS gráður og eru grunnur að Microsoft Certified Professional Developer (MCPD) gráðu: 

  • 70-513 Windows Communication Foundation Development with Microsoft .NET Framework 4
  • 70-516 Accessing Data with Microsoft .NET Framework 4

!!! ATH þessi tvö próf eru innifalin í námskeiðsgjöldum !!!

Viðfangsefni

Á fyrsta hluta námsbrautarinnar er farið í forritun í C# með Microsoft Visual Studio 2010 umhverfinuÍ næstu tveim hlutum námskeiðsins er svo eftirfarandi námsefni kennt til undirbúnings fyrir MCTS gráðurnar tvær:

Námsmat

Ekki eru formleg próf á námskeiðinu en nemendur geta þreytt Microsoft próf að loknu námskeiði.
 

Inntökuskilyrði

Nauðsynlegt er að hafa grunnþekkingu í C# og VS 2010 / .NET 4.0 umhverfi.

Annað

Lengd: 130 kennslustundir. Námskeið sem byrjar 1. sept. 2014: Kennt verður einnig laugardagana 27.september og 25. október frá kl. 9-16.
Verð:
með tveimur viðurkenningarprófum kr. 349.000
►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/EURO staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

►Fjarkennsla í beinni: Við minnum á að þetta námskeið er einnig hægt að taka í fjarkennslu í beinni útsendingu sem þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.
►Annað: Allt námsefni er innifalið í námskeiðisgjaldi.