Kerfisstjórnun MCSA + Office 365

Þessi námsbraut er fyrir þá sem vilja starfa sem kerfisstjórar í Windows netþjónaumhverfum. Megináherslan er á Windows Server stýrikerfið og hvernig þjónusta innan þess er notuð til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til nútíma tölvukerfa. Að auki er sérstök áhersla á hvernig fyrirtæki geta nýtt sér skýjaþjónustu Microsoft í Office 365.

Fræðsluskýið - upptökur frá kennslustundum!

NÝTT: nú fá nemendur upptökur af öllum kennslustundum í Fræðsluskýi Promennt. Þetta veitir frábæran stuðning við námið sem mun gagnast nemendum sérlega vel hvort sem námið er stundað í fjarkennslu eða í staðnámi.

 

Fyrir hverja?

Þetta nám hentar þeim sem hafa góða þekkingu á Windows umhverfinu og netkerfum, sem og starfandi kerfisstjórum í stórum netum sem vilja dýpka þekkingu sína og öðlast þessa vottun.

Gerð er krafa um góðan skilning og þekkingu á Windows umhverfinu og grunnþekkingu á netkerfum ásamt lestrarfærni í ensku.

Markmið

MCSA er samsett úr þremur gráðum en til viðbótar er Office 365 hluti af námsbrautinni:

  • Installation, Storage, and Compute with Windows Server►
  • Networking with Windows Server►
  • Identity with Windows Server►
  • Enabling and Managing Office 365►

Viðfangsefni

Námið fer fram í formi fyrirlestra, verkefnavinnu og verklegra æfinga.  Námsbrautin samanstendur af eftirfarandi þremur námskeiðum og er hægt að áfangaskipta náminu.

Smelltu á heiti námskeiðs til að fá ítarlega lýsingu á innihaldi hvers.

Námsefni

Notað er vottað Microsoft MOC-kennsluefni og annað það efni sem Microsoft mælir með til undirbúnings MCSA gráðunni.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Við minnum einnig á að nú fá nemendur upptökur af öllum kennslustundum í Fræðsluskýi Promennt. Þetta veitir frábæran stuðning við námið sem mun gagnast nemendum sérlega vel hvort sem námið er stundað í fjarkennslu eða í staðnámi.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig er hægt að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla eða skipta greiðslum).
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 
Annað:  Allt kennsluefni er innifalið í námskeiðisgjaldi ásamt þremur tilskildum próftökum.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.