Netstjórnun

Netstjórnun er námsbraut fyrir þá sem vilja starfa við netkerfi ýmiss konar með aðaláherslu á Cisco netbúnað. Í náminu er lögð áhersla á uppsetningu og rekstur og hönnun á netkerfum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Inntökuskilyrði

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi þekkingu á netkerfum.

Markmið

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur:

  • Að vera færir um að sjá um uppsetningu, stillingar og uppfærslu á tölvubúnaði.
  • Lýst eiginleikum netkerfa.
  • Sett upp, stillt og bilanagreint grunnnetkerfi.
  • Sett upp og bilanagreint einföld netkerfi og skilgreint hvernig þau eru uppbyggð
  • Skilið og skilgreint samskiptastaðla, aðallega TCP/IP
  • Notað subnetting tækni og VLSM
  • Sett upp einfalda routera (beina) og switcha (skipta) með CISCO IOS stýrikerfi

Viðfangsefni

1. Notkun á MindManager til skipulagningar náms
2. Tölvuviðgerðir A+
3. Network +
4. Cisco CCNA
5. Lokaverkefni

Kennt er tvo eftirmiðdaga í viku og einn heilan laugardag í hverjum mánuði

Námsmat

Náminu lýkur með yfirgripsmiklu lokaverkefni. Að auki eiga þátttakendur að geta þreytt fjögur alþjóðleg próf að námi loknu - ATH að prófin eru innifalin í verði námskeiðs.  (Tvö A+ próf, eitt Network+ og eitt CCNA)
 

NÝTT: Lánshæf námsbraut

Promennt og Framtíðin námslánasjóður hafa gert með sér sérstakt samkomulag um að nemendur Promennt sem ætla í völdum námsbrautum geta sótt um námslán hjá sjóðnum og er þessi námsbraut ein af þeim.

Nemendur geta því sótt um lán til að standa undir námskeiðsgjaldi til Promennt.

Hvernig lán er þetta? - Lánakjörin
Námslán Framtíðarinnar eru jafngreiðslulán (annuitet) með 12 ára endurgreiðslutímabili. Endurgreiðslur hefjast 12 mánuðum eftir námslok. Boðið er upp á að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán.

Kjör lána miðast við vaxtatöflu og gjaldskrá Framtíðarinnar á hverjum tíma, en nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Framtíðarinnar http://framtidin.is/namslan/ og á umsóknarvefnum https://umsokn.framtidin.is/, þar sem jafnframt er sótt um lánið. Reiknivél á umsóknarvef Framtíðarinnar reiknar út greiðslubyrði og endurgreiðsluáætlun lánsins.

Hvernig er hægt að sækja um?
Fyrst þarf að skrá sig í nám hjá Promennt á einni af námsbrautunum. Þá er hægt að sækja um lán hjá Framtíðinni á umsóknarvef þeirrahttps://umsokn.framtidin.is/. Framtíðin metur því næst hvort nemandi uppfylli lánaskilyrði lánasjóðsins. 

Gera þarf ráð fyrir að umsóknarferlið taki allt að tveim vikum.

Allar nánari upplýsingar um námslánin má sjá á heimasíðu Framtíðarinnar: http://framtidin.is/namslan/ 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. 
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.