Red Hat System Adm­in­istrati­on I (RH124)

Grunnur fyrir Red Hat kerfisstjóra: Red Hat System Administration I (RH124) er ætlað fyrir IT fagfólk sem er að kynnast Linux® og þarfnast grunnfærni í Red Hat Enterprise Linux. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu verkefni kerfisstjóra sem þeir þurfa að inna af hendi á vinnustað, s.s. uppsetningu á stýrikerfi og geymslumiðlum, að koma á netsambandi og vinnu við grunnstillingar öryggis.

 

Í upphafi námskeiðs er kennt á grafísk umsýslutól, með tilliti til þess að byggja ofan á núverandi þekkingu nemenda. Þegar lengra er haldið á námskeiðinu er farið yfir lykilatriði í notkun skipanalínu sem getur nýst sem grunnur fyrir þá sem hyggjast taka Red Hat System Administration II námskeiðið.

Fyrir hverja?

  •  Microsoft Windows kerfisstjóra sem þurfa að tileinka sér grunnfærni í Red Hat Enterprise Linux
  •  Kerfisstjóra, netstjóra eða annað IT fagfólk sem þarfnast kjarnahæfni í Linux stýrikerfinu
  •  IT fagfólk með engan Linux bakgrunn sem stefnir á að gerast Linux kerfisstjórar 

Forkröfur:

  •  Reynsla af kerfisstjórn kemur sér vel en er ekki forkrafa
  • Staðfestingu á þekkingu fyrir þetta námskeið má fá með því að standast rafræna forkröfukönnun: sjá hér.

Viðfangsefni

  • Graphical installation of Linux
  •  Managing physical storage
  •  Introduction to the command line
  •  Learning how to install and configure local components and services
  •  Establishing network and securing network services
  •  Managing and securing files
  •  Administrating users and groups
  •  Deploying file-sharing services
  •  GUI-based tools and key command-line concepts
  •  Basic security skills

Sjá nánar á http://gb.redhat.com/training/courses/rh124/

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða og vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði. Minnum einnig á námslán hjá Námslánasjóðnum Framtíðin.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.