SharePoint í Office365

 • Morgunhópur

  Dags. 20. okt '20 - 22. okt '20
  Dagar þri, fim
  Tími 09:00-12:00
  Lengd 9 std. - 2 skipti
  Verð 34.900 kr.

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði SharePoint í O365 umhverfinu og hvernig er hægt að nýta sér umhverfið í daglegri vinnu. Í því felst að þekkja uppbyggingu á Sharepoint (sites, pages, webparts, lists, libraries) og mismuninn á milli þessara grunneininga ásamt því hvernig má nýta þær á hagkvæman og árangursríkan hátt til stuðnings við vinnuferla og verkefni.

Fyrir hverja?

Notendur sem hafa aðgang að og vilja öðlast grunnþekkingu á Sharepoint umhverfinu með það að markmiði að kynnast lausnum sem kerfið býður upp á.

Markmið

Að námskeiði loknu ættu notendur að:

 • þekkja muninn á Team site og Communication site í O365 og uppsetningu á þeim
 • hafa öðlast skilning á vefpörtum og stillingum þeirra ss. fréttir, hlekkir, events o.fl.
 • geta búið til síður (pages) og bætt við efni á þær
 • geta búið til skjalasöfn og lista (e.apps) og þekkja muninn á helstu tegundum lista
 • geta unnið með lista og skjalasöfn á árangursríkan hátt
 • þekkja stillingar skjalasafna
 • læra á lýsigagnauppbyggingu
 • læra á sýnir (e.views)
 • þekkja check in / check out og útgáfustýringu skjala

Viðfangsefni

Í vinnustofunni er farið yfir eftirfarandi þætti:

 1. Notkunarmöguleikar Team og Communication site í Office 365
 2. Hvaða einingar er hægt að búa til og vinna með á SharePoint svæðum
 3. Stillingar á listum og skjalasöfnum í SharePoint, lýgigögn og sýnir (columns and views)
 4. Aðgangsstýringar Team og Communication site

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en leiðbeinandi fer vel yfir það með þátttakendum í lokin sem hefur áunnist á námskeiðinu.

Kennsluaðferð

Kennsla fer fram í formi fyrirlesturs ásamt því að mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu þar sem þátttakendur vinna með leiðbeiningu frá kennara.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró, Pei (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

 

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám 20.10. 2020 -
22.10. 2020
þri, fim 09:00-12:00 34.900 kr. Skráning
Fjarkennsla í beinni 20.10. 2020 -
22.10. 2020
þri, fim 09:00-12:00 34.900 kr. Skráning