Dags. | 5. jún '23 - 14. jún '23 |
Dagar | mán, mið |
Tími | 09:30-11:30 |
Lengd | 12 std. - 4 skipti |
Verð | 0 kr. |
Lærðu að bjarga þér - Tæknilæsi fyrir 60+ er fyrir fólk, 60 ára og eldra, sem hefur þörf á námskeiði í tæknilæsi á snjalltæki s.s. spjaldtölvur og snjallsíma.
Þátttakendur geta tekið með sér eigin tæki til að læra á, t.d. snjallsíma/snjalltæki eða spjaldtölvur og mælt er með því.
Námskeiðin eru haldin í fjórum hlutum/lotum yfir tvær vikur, hver hluti tekur tvo klukkutíma. Námskeið eru haldin í húsnæði Promennt og á fleiri stöðum á Höfuðborgarsvæðinu.
ATH. ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FYRIR NOTENDUR ANDROID TÆKJA - NÁMSKEIÐ FYRIR APPLE TÆKI ER HÉR.
Efnistök námskeiðsins ná m.a. yfir almennt tæknilæsi, notkun á samfélags- og afþreyingarmiðlum og svo þjónustusíðum, forritum (öppum) og samskiptamiðlum (samfélagsmiðlum og tölvupósti).
Ákveðnir þættir eru teknir skipulega fyrir í hvert sinn, skv. kennsluáætlun og einnig eftir þörfum þátttakenda hvers hóps fyrir sig.
Að námskeiði loknu hafa þátttakendur fengið að kynnast eftirfarandi:
Notast verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir með einstaklingsmiðað nám í huga, þar sem þarfir nemendahópsins eru fjölbreyttar. Meðal kennsluaðferða sem verða notaðar má nefna eftirfarandi:
Námskeiðin eru haldin í fjórum hlutum/lotum yfir tvær vikur, hver hluti tekur tvo klukkutíma.
Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig verður boðið upp á námskeið á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu, t.a.m. félagsmiðstöðvum eldri borgara og dvalarheimilum aldraðra.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausum og er greitt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Dags. | Dagar | Tími | Verð | |
---|---|---|---|---|
05.06. 2023 -
14.06. 2023
|
mán, mið | 09:30-11:30 | 0 kr. | Skráning / Registration |
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur. Þessi borði hverfur þegar þú veitir okkur þitt samþykki. Með því að heimsækja vefi Promennt samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur (cookies) Lesa nánar