Lærðu að bjarga þér - Tækni- og veflæsi fyrir 60+ ANDROID

  • Morgunhópur

    Dags. 5. jún '23 - 14. jún '23
    Dagar mán, mið
    Tími 09:30-11:30
    Lengd 12 std. - 4 skipti
    Verð 0 kr.

Lærðu að bjarga þér - Tæknilæsi fyrir 60+ er fyrir fólk, 60 ára og eldra, sem hefur þörf á námskeiði í tæknilæsi á snjalltæki s.s. spjaldtölvur og snjallsíma. 

Þátttakendur geta tekið með sér eigin tæki til að læra á, t.d. snjallsíma/snjalltæki eða spjaldtölvur og mælt er með því.

Námskeiðin eru haldin í fjórum hlutum/lotum yfir tvær vikur, hver hluti tekur tvo klukkutíma. Námskeið eru haldin í húsnæði Promennt og á fleiri stöðum á Höfuðborgarsvæðinu.

ATH. ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FYRIR NOTENDUR ANDROID TÆKJA - NÁMSKEIÐ FYRIR APPLE TÆKI ER HÉR.

Markmið og viðfangsefni

Efnistök námskeiðsins ná m.a. yfir almennt tæknilæsi, notkun á samfélags- og afþreyingarmiðlum og svo þjónustusíðum, forritum (öppum) og samskiptamiðlum (samfélagsmiðlum og tölvupósti).

Ákveðnir þættir eru teknir skipulega fyrir í hvert sinn, skv. kennsluáætlun og einnig eftir þörfum þátttakenda hvers hóps fyrir sig.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur fengið að kynnast eftirfarandi:

    • Rafræn skilríki og síður sem þátttakendur nota, á borð við heilsuveru, skattinn oþh.
    • Heimabankar og netverslanir t.d. Heimkaup.
    • Tímabókanir og pantanir með kreditkorti, millifærslur í heimabanka.
    • Samfélagsmiðlar og efnisveitur á borð við facebook, netflix oþh.
    • Nýja Strætó appið, Klapp.
    • Tölvupóstar, rafræn samskipti, Google.
    • Lögð er áhersla á netöryggi og notkun lykilorða.

Kennsluaðferðir

Notast verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir með einstaklingsmiðað nám í huga, þar sem þarfir nemendahópsins eru fjölbreyttar. Meðal kennsluaðferða sem verða notaðar má nefna eftirfarandi:

  • Sýnikennsla
  • Leiðbeinandi sýnir þátttakendum
  • Hermikennsla
  • Þátttakendur fylgja leiðbeinanda skref fyrir skref
  • Verkleg kennsla
  • Þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram, með aðstoð og leiðsögn leiðbeinanda eftir þörfum

Námskeiðin eru haldin í fjórum hlutum/lotum yfir tvær vikur, hver hluti tekur tvo klukkutíma.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðsetning námskeiða

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig verður boðið upp á námskeið á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu, t.a.m. félagsmiðstöðvum eldri borgara og dvalarheimilum aldraðra.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausum og er greitt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Dags. Dagar Tími Verð