Tölvuumsjón

Tölvuumsjón er námsbraut sem kennd er í samstarfi við Framvegis-miðstöð símenntunar. Í náminu er áhersla lögð á að nemendur öðlist þekkingu í notkun hugbúnaðar og skýjalausnum. Einnig eiga nemendur að geta sinnt viðgerðum, uppsetningu, uppfærslum á hugbúnaði og tölvukerfum. Nemendur vinna með vélbúnað, stýrikerfi og hugbúnað ásamt því að greina og gera við algengar bilanir, setja upp öryggisvarnir og takast á við ýmis tæknivandamál. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, hafi góða samskiptafærni og geti tileinkað sér árangursríka verkefnastjórnun ásamt því að fylgja verkferlum við störf sín.

Tölvuumsjón er fyrir fólk sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er að námsmenn öðlist grunnhæfni á sviði tölvuumsjónar. Mögulegt er að meta námið til 17 eininga á framhaldsskólastigi. Kennt er eftir viðurkenndri námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Námsbrautin verður næst á dagskrá haustið 2023

 

Tölvuumsjón er auk þess frábær undirbúningur fyrir námsbrautina Framabraut-Tæknistjórnun sem er öflug námsbraut hjá Promennt sem veitir nemendum möguleika á að öðlast alþjóðlegar prófgráður sem eru sérlega mikilvægar að hafa í farteskinu þegar sækja á um vinnu í upplýsingatæknigeiranum. Þeir nemendur sem ljúka námsbrautinni Tölvuumsjón geta fengið námið metið til styttingar á námi við námsbrautina Framabraut- Tæknistjórnun.

Styrkt af Fræðslusjóði 

– tryggir frábær kjör

Námsbrautin er styrkt af Fræðslusjóði sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða hana á hreint ótrúlegu verði eða aðeins 80.000 kr. (heildarvirði er 498.000 kr.).

 

Inntökuskilyrði - fyrir hverja? 

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja styrkja kunnáttu sína og auka færni í eða hafa hug á að vinna við tölvuumsjón og/eða þjónustu við tölvukerfi. Tölvuumsjón er auk þess tilvalin til að nota sem grunn fyrir frekara nám í tæknistjórnun. ATH að Tölvuumsjón er ætluð fólki sem er 18 ára eða eldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.

Af hverju Tölvuumsjón hjá Promennt og Framvegis?

Mikill sveigjanleiki í náminu

Námsbrautin er kennd samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kennslufyrirkomulagið er nýstárlegt og skemmtilegt. Auk hefðbundinnar staðkennslu og fjarkennslu í beinni útsendingu er lögð sérstök áhersla á vendinám (Flipped Classroom). Nemendur geta horft á hluta námsins hvar og hvenær sem er og eru jafnframt hvattir til að taka þátt í umræðum með kennara og samnemendum á netinu. Vendinám er lifandi ferli þar sem þátttakandi fær aukin tækifæri til að læra á eigin forsendum. Nemendur fá upptökur úr tímum í tölvuviðgerðum og netkerfum til að fara yfir og rifja upp námsefni tímanna. Athuga að upptökur koma aldrei í stað mætinga, sjá námsmat. Gert er ráð fyrir heimanámi.

Nemendur fá aðstoð við að skipuleggja námið

Lögð er áhersla á að nemendur læri að nýta sér hugbúnað bæði til að skipuleggja og halda utan um nám sitt með aðstoð hugarkortsforritsins MindManager (MindManager leyfi að verðmæti 35.000 kr. fylgir frítt með).

Tímasetningar

Námsbrautin Tölvuumsjón er kennd á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-16:30.Einnig er kennt nokkra laugardaga frá kl. 9-16. Aðra laugardaga fer kennsla fram í formi vendináms og er því ekki kennt í kennslustofu þá daga.

Markmið

Tilgangur námsbrautarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við störf við tölvuviðgerðir, þjónustu við tölvukerfi eða undirbúa sig fyrir frekara nám.

Jafnframt skal þátttakandi í lok námsins hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Notkun helsta hugbúnaðar (Office forritin)
 • Helstu skýjalausnum
 • Notkun Office 365 við samvinnu og teymisvinnu
 • Vélbúnaði tölvu og helstu íhlutum
 • Stýrikerfum, netþjónum og skýjalausnum
 • Öryggisvörnum í tölvubúnaði og stýrikerfum
 • Að meðferð gagna sé í samræmi við reglur

Þar að auki skal námsmaður hafa öðlast leikni í að:

 • Gera við bilaðar tölvur og skipta um íhluti.
 • Setja upp og nota algengan hugbúnað.
 • Leysa úr einföldum tæknilegum vandamálum stýrikerfa og netkerfa.
 • Fylgja fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum á vinnustað.

Eins skal námsmaður geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Gera sér grein fyrir þörfum notenda og ráðleggja um val á tölvum og hugbúnaði.
 • Framkvæma algengustu stillingar og uppfærslur á vél- og hugbúnaði.
 • Framkvæma einfalda villu- og bilanaleit og sinna viðgerðum á þeim.
 • Vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar, veita góða þjónustu og taka þátt í uppbyggilegum samskiptum.
 • Viðhalda þekkingu sinni, fylgjast með nýjungum og þróast í starfi.

Kennsluaðferðir

Hægt er að stunda nám í Tölvuumsjón með því að mæta í kennslustofu eða tengjast með Fjarkennslu í beinni útsendingu, en ath að fjarnemar eiga alltaf sitt sæti í kennslustofunni og því er hægt stundum að mæta á staðinn og stundum taka þátt með fjarkennslunni.

Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þar sem námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn störf við tölvuumsjón. Þannig byggir kennslan á fyrirlestrum,  verklegum æfingum, myndböndum, vendikennslu og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms, en sérstök áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara.

Viðfangsefni námsbrautarinnar

 1. Samskipti
 2. Markmiðasetning
 3. Námstækni
 4. Þjónusta
 5. Verkefnastjórnun
 6. Tölvu- og upplýsingaleikni
 7. Tölvuviðgerðir
 8. Stýrikerfi og netþjónar
 9. Netkerfi
 10. Öryggiskerfi
 11. Lokaverkefni

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en byggt á símati. Mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir. Til að ljúka námi þarf mæting að vera lágmark 80% af heildarfjölda kennslustunda og ljúka þarf lokaverkefni.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að fjarnemar eiga alltaf kost á að mæta í kennslustofuna þar sem þeir eiga sitt sæti.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Mikilvægar upplýsingar:

Mætingaskylda: 80% af heildarfjölda kennslustunda.
Greiðslukjör: Auk staðgreiðslu, bjóðum upp á léttgreiðslur með Netgíró og Pei.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).Vinnumálastofnun niðurgreiðir einnig nám hjá Promennt.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.