Tollskýrslugerð - Grunnur

Fyrir hverja?

Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu.

Markmið

Markmið námskeiðsins eru að nemendur:

    • kynnist helstu reglum varðandi tollskýrslugerð.
    • þekki fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna.
    • geti gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld.
    • öðlist grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra.
    • öðlist grunnskilning á hvernig nota eigi tollskránna til að tollflokka vöru.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi þætti:

    • Feril vörusendingar og fylgiskjöl
    • Afhendingarskilmála
    • Helstu reglur varðandi innflutning
    • Tollflokkun vöru
    • Fríverslunarsamningar og gildi þeirra
    • Útfyllingu innflutningsskýrslu bæði á pappír og rafrænt
    • Útreikning á tollverði og aðflutningsgjöldum með verkefnum.
    • Hvernig innflutningsskýrsla er útbúin þegar leiðrétta þarf þegar tollafgreidda innflutningsskýrslu.
    • Leyfi og bönn kynnt.
    • Sýnd dæmi um EUR – tollmeðferð.
    • Farið er í gegnum útfyllingu útflutningsskýrslu, þ.e. hvað á að skrá í hvern reit og helstu atriði er snúa að útflutningi.

Námsefni

Lög og reglugerðir, vefsíða skattsins, fyrirlestrar, glærur og efni frá kennara.

Kennsla byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara. Nemendur kynnast gerð rafrænnar innflutningsskýrslu og tengsl innkaupakerfis við tollskýrslugerðina. Gerð eru raunhæf verkefni

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir og Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.