Starfsleikni - Hvað er það?

Líflegt, krefjandi og eflandi námskeið sem fer fram í fjarfundi. Námskeiðið vekur þátttakendur hressilega til umhugsunar, sjálfsskoðunar og samtals varðandi starfsleikniþætti sem eru mikilvægir og reynir á í flestum störfum á vinnumarkaði. Starfsleikniþætti sem vænta má að þátttakendur hafi notað mikið á vinnumarkaði eða í öðrum hlutverkum lífsins án þess að jafnvel að hafa skilgreint þá sem slíka, eða áttað sig á hæfni sinni við notkun þeirra.

 

Fyrir hverja

Eflandi námskeið fyrir fólk í atvinnuleit og áhugasama. 

Markmið

Námskeiðið er hvatning til frekari eflingar starfsleikniþáttanna, hvatning til að skilgreina leiknina hjá sér í starfsleit og hvatning til að virkja, sýna og efla starfsleikniþættina í framtíðarstörfum, framtíðarverkefnum og öðrum hlutverkum lífsins. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að: 

  • Efla öryggi, frumkvæði, sjálfstraust og starfsleikni
  • Skoða eigin viðhorf, styrkleika og hæfni með tilliti til starfsleikniþáttanna
  • Þjálfa orðræðu/samtal um starfsleikniþættina, til dæmis með tilliti til starfsleitar
  • Meta eigin möguleika til eflingar og setja markmið til eflingar starfsleikniþátta.

Viðfangsefni

Farið er yfir 20 starfsleikniþætti sem skipta máli og auka verðmæti einstaklings í velflestum störfum. Unnið er með dæmi, reynslusögur og greiningu þátttakenda um hvernig einstaklingur notar starfsleikniþættina í ólíkum störfum og ólíku starfsumhverfi. Þjálfað er viðhorf og leiðbeint um ábyrgð og frumkvæði sem hvetur þátttakendur til sjálfsskoðunar og eflingar á vinnumarkaði. 

Starfsleikniþættirnir eru skoðaðir, ræddir og þjálfaðir með tilliti til mismunandi og jafnvel stigvaxandi hæfni skv. eftirfarandi:

  • starfsleikni starfsmanns sem er ábyrgur og fylgir reglum
  • starfsleikni starfsmanns sem er sjálfstæður og sýnir frumkvæði
  • starfsleikni starfsmanns sem er góð fyrirmynd og liðsmaður í teymi
  • starfsleikni starfsmanns sem er leiðtogi meðal jafningja/í teymi
  • starfsleikni starfsmanns sem er leiðtogi/stjórnandi fólks

Starfsleikniþættirnir sem eru til skoðunar, umræðu og þjálfunar eru til dæmis:

  • Nýting verðmæta
  • Öryggisvitund og öryggishegðun
  • Tímastjórn og skipulag
  • Yfirsýn og áætlanir
  • Gagnrýnin greining og lausnir
  • Dómgreind og ákvarðanartaka
  • Hugmyndir og nýsköpun
  • Öflun og úrvinnsla upplýsinga
  • Upplýsingatækni
  • Ástríða og sjálfshvatning
  • Aðlögun og breytingar
  • Álags- og streitustjórnun
  • Þjónustulund og þjónustulausnir
  • Sölu- og samningaleikni
  • Samskiptaleikni
  • Samstarfsleikni
  • Vinnusiðferði
  • Jafnréttisvitund
  • Magn/hraði og gæði
  • Markmið, gildi og tilgangur

Starfsleikniþættirnir tengjast meðal annars viðmiðum og skilgreiningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og spá World Economic Forum um hæfniþörf á vinnumarkaði í nútíð og framtíð. 

Kennsluaðferð

Námskeiðið fer fram með 9 fjarfundum, 3 klst í senn, samtals 27 klst. Fjarfundirnir eru skipulagðir sem líflegar vinnustofur þar sem hvatt er til þátttöku með hópavinnu, umræðum, skoðanaskiptum og reynslusögum þátttakenda.

Leiðbeinandi leiðir fræðslu og þjálfun og stýrir verkefnavinnu og sjálfsskoðun.

Vinnustofurnar eru ekki að hamra á aðferðum í atvinnuleit heldur er áherslan á sjálfsskoðun og samtal þátttakenda sem bera sig saman, þar sem fyrri reynsla (bæði á löngum starfsaldri og stuttum, eða lengi í sama starfi eða stutt í mörgum) vekur til umhugsunar og eflingar varðandi hæfni og leikni sem við búum yfir án þess að hafa áttað okkur á. Með reynslu er einnig átt við reynslu sem tengist áhugamálum, félagsmálum og ýmsum hlutverkum í lífinu sem hafa reynt á bæði starfsleiki, lífsleikni og allan þroska. 

Námsmat

Ekki er um formlegt námsmat að ræða. Það eru þátttakendur sem meta sjálfir gæði námskeiðsins út frá því hvað það gefur þeim persónulega. 

Leiðbeinandi

Steinunn Inga Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf
MSc viðskiptasálfræði
MSc streitufræði
BA sálfræði

Sjá nánar: www.starfsleikni.is 

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinni

Þetta námskeið fer fram í Fjarkennslu í beinni en er ekki tekið upp, enda er gjarnan um trúnaðarsamtöl að ræða. Það er mikilvægt að vera með allan tímann í hljóði og mynd. Þú getur verið með, hvar sem þú býrð á landinu eða í heiminum, en þú þarft tölvu eða snjallsíma með nettengingu og möguleika á hljóði og mynd. Í byrjun fá þeir sem þess óska aðstoð til að allt virki sem best.

Kennsla mun fara fram með fjarfundakerfinu Zoom (hægt að hlaða niður appi í snjallsíma ef það kemur sér betur en að nota tölvu).

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni

Annað

► Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
► Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).

► Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Starfsleikni ehf.