Vefsíðugerð

Sérlega hagnýt og vönduð námsbraut fyrir alla sem vilja koma sér upp einfaldri og smekklegri heimasíðu sem auðvelt er að uppfæra í notendavænu vefumsjónarkerfi. Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í gerð vefsíðna eða vilja bæta og uppfæra fyrri síður.

- ÁRSAÐGANGUR AÐ ADOBE CREATIVE CLOUD FYLGIR - 

Inntökuskilyrði

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu og vera læsir á ensku.  Þátttakendur þurfa ekki að kunna á forritin sem tekin eru fyrir á námskeiðinu þar sem þau eru öll kennd frá grunni.

Markmið

Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að vera færir um að setja upp fullbúinn vef til kynningar á Netinu, vista hann á Netinu og kunna skil á umsjón og uppfærslu hans. Jafnframt er námskeiðið góður grunnur undir frekara nám og þekkingaröflun á þessu sviði.

Viðfangsefni

1. Photoshop myndvinnsla fyrir vefinn.
Photoshop er yfirburðaforrit til alhliða myndvinnslu, myndlagfæringa, litleiðréttinga og myndasamsetningar fyrir skjá og prentmiðla, skapandi myndvinnslu og grafískrar hönnunar. Það er gríðarlega fullkomið og býður upp á nánast óþrjótandi möguleika. Farið er í helstu grunnþætti, áhöld, tæki og valmyndir forritsins svo þátttakendur öðlist skilning á myndvinnslu í tölvum og geti orðið sjálfbjarga við helstu aðgerðir í forritinu sem almennir notendur þurfa að kunna skil á, með sérstakri áherslu á undirbúning og meðhöndlun mynda fyrir vefinn.

2. HTML og CSS
HTML er grunnur allra vefsíðna og er nauðsynlegt að kunna amk. helstu grunnatriði í HTML kóðun þegar verið er að hanna og setja upp vefsíðu. CSS viðmótshönnun er stöðluð aðferð við að útbúa og tengja vefsíður þannig að fáist samræmt útlit á öllum síðum vefjarins  - t.d. letur, litir, stærð osfrv.  

3. Dreamweaver
Dreamweaver er algengasta forritið sem notað er við gerð heimasíðna. Áhersla lögð á  praktísk verkefni og að ljúka einföldum vef.

4. WordPress
WordPress er svokallað CMS kerfi (content management system) og er ólíkt t.d. Dreamweaver að því leyti að forritið er til  staðar á netþjóninum  en ekki í tölvu eiganda og er opinn hugbúnaður sem nota má endurgjaldslaust. Þátttakendur setja upp eiginn vef frá grunni.

5. Lokaverkefni
Margir segja að þetta sé gagnlegasti hluti námskeiðsins. Þátttakendur fullvinna vef með aðstoð allra forrita og verkfæra sem tekin hafa verið fyrir á námskeiðinu undir leiðsögn kennara og ganga frá fullbúnum vef.

Námsefni

Tvær kennslubækur (á rafrænu formi) innifaldar í verði námskeiðs. - ÁRSAÐGANGUR AÐ ADOBE CREATIVE CLOUD FYLGIR -

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir og Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.