Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag, styrki ofl.

Greiðslufyrirkomulag á námskeiðum og námsbrautum hjá Promennt

Einstaklingar: Greiða skal fyrir námskeiðið að fullu (eða ganga frá samningi um greiðsludreifingu) áður en námskeiðið hefst. Auk greiðslu með staðgreiðslu bjóðum við upp á greiðslu með Netgíró og Pei.

Dreifing greiðslu: Boðið er uppá bæði VISA og MasterCard raðgreiðslur til allt að 36 mánaða, það fer þó eftir upphæð námskeiðisgjalds sem og lengd námskeiðis. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur til allt að 6 mánaða.

Fyrirtæki: Greiðsluseðill er sendur í póst daginn áður en námskeið hefst að því gefnu að viðkomandi fyrirtæki sé skráð í reikningsviðskipti hjá Promennt ehf. Annars gilda sömu reglur um greiðslur og gilda um einstaklinga. Ath. að hægt er að nota Microsoft Training Vouchers upp í greiðslu á flestum Microsoft tækninámskeiðum.

Endurútgáfa útskriftarskírteina og/eða yfirlit yfir sótt námskeið

Hægt er að fá útskrifarskírteini vegna náms hjá Promennt endurútgefið og er verð fyrir slíkt 3.000 kr. Það sama á við um ef óskað er eftir yfirliti yfir nám/námskeið sem viðkomandi hefur sótt hjá Promennt. 

Styrkir til náms hjá Promennt

Stéttarfélög: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum.

Atvinnuleitendur: Hægt er að sækja um styrk hjá Vinnumálastofnun til niðurgreiðslu á námskeiðsgjaldi og getur sá styrkur numið allt að 50%, en þó að hámarki 70.000 kr. Athugið að í einstaka tilvikum getur Vinnumálstofnun greitt hærri styrk en sem nemur 50% s.s. ef Vinnumálastofnun getur ekki boðið upp á námskeið á eigin vegum vegna fámennis á dreifbýlum svæðum og kaupir því stakt námskeiðspláss fyrir atvinnuleitanda hjá námskeiðshaldara. Nánari upplýsingar um úrræði fyrir atvinnuleitendur til námsstyrkja er að finna á vef Vinnumálastofnunar.

Námslán

Promennt og Framtíðin námslánasjóður hafa gert með sér sérstakt samkomulag um að nemendur Promennt sem eru að fara í eftirfarandi námsbrautir, geta sótt um námslán hjá sjóðnum:

Mögulegt er að sækja um lán til að standa undir námskeiðsgjaldi til Promennt.

►Nánari upplýsingar um námslánin

Ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Promennt og fáðu ráðgjöf varðandi möguleika á styrkjum til náms.