Tölvupóstmarkaðssetning með MailChimp

Á námskeiðinu munu nemendur öðlast þekkingu á því hvað tölvupóstmarkaðssetning er og hvernig hún nýtist fyrirtækjum ásamt því sem hugbúnaðurinn MailChimp er kynntur til sögunnar. MailChimp er frábært forrit sem hægt er að nota í tölvupóstmarkaðssetningu og eru helstu kostir þess að það er ókeypis á netinu og er mjög notendavænt bæði er kemur að utanumhaldi póstlista sem og hönnun skilaboðanna sjálfra og mælingu á árangri.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast þekkingu á hugbúnaðinum MailChimp. Hentar þeim sem vinna við markaðsmál í fyrirtækjum/stofnunum.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða innsýn í það hvernig nýta má tölvupóst í markaðssetningu. Auk þess munu þátttakendur öðlast hæfni til að nýta hugbúnaðinn MailChimp við utanumhald póstlista, útsendingu tölvupósts og mælingu aðgerða.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður unnið með eftirfarandi viðfangsefni:

  1. Hvað er tölvupóstmarkaðssetning og hvernig nýtist hún fyrirtækjum?
  2. Hugbúnaðurinn MailChimp
    • Stofna reikning
    • Búa til póstlista og vinna með lista
    • Hanna skilaboðin
    • Mæla árangur

Námsmat

Ekki er lagt fyrir formlegt próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur vinni þétt saman svo hægt sé að tryggja árangur.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.