MindManager hugarkort

MindManager hugarkort er tveggja daga námskeið þar sem farið verður ítarlega í notkun á hugbúnaðinum Mindjet MindManager.

Markmið

Eftir námskeiðið eiga nemendur að vera vel færir um að nota hugbúnaðinn við einföld jafnt sem flókin verkefni og kunna skil á helstu notkunarmöguleikum hans.

Viðfangsefni

Fjallað er um helstu notkunarmöguleika og hagnýtar lausnir MindJet við verkefnastjórnun, skipulagningu, meðhöndlun upplýsinga, skýrslugerð, kynningar, hugarflug og samspil við helstu Microsoft forrit. Einnig verður farið í helstu aðgerðir forritsins sem flokkast  undir þróðaðri aðgerðir, s.s. að vinna með hugarkort og að flytja gögn inn og út úr MindManager í önnur kerfi. Jafnframt munu þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram með aðgerðir sem munu nýtast þeim við störf sín. Rafræn kennslubók á íslensku fylgir með.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslukjör: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.