Umsagnir nemenda

Þetta hafa nemendur að segja um námið

Henný Árnadóttir: Tölvu- og bókhaldsnám + Tollskýrslugerð

"... ég fékk vinnu nánast um leið og námskeiðið var búið…fékk sumarafleysingar hjá fyrirtæki í Hafnarfirði og sé um allt sem tengist innflutningi fyrirtækisins, tollskýrslur og greiða reikninga og fleira. Ég hefði ekki fengið þetta nema hafa klárað námskeið hjá ykkur svo takk fyrir mig :).  Svo er það bara háskólinn í ágúst og halda áfram :)"

Tölvu-og bókhaldsnám með tollskýrslugerð

Sólveig Pétursdóttir: Bókhald 1-grunnur

"Ég var mjög ánægð með námskeiðið í Bókhaldi I og Excel frábært að geta verið bara heima og lært í gengum netið það var líka svo gott að geta nýtt sér sveigjanleikan í mætingu eins og t.d. fyrir mig þar sem ég er í vaktavinnu. Ekkert mál að svissa á milli morgun og kvöldtíma eftir því hvað hentaði minni vinnu. Síðan eru þarna frábærir kennarar sem komu öllu efni frá sér á mjög skýran hátt en leyfðu samt sem áður þeim sem voru fljótari að ná hlutunum eða með meiri þekkingu að njóta sín. Ég er í alla staði mjög ánægð með þjónustuna hjá Promennt og á klárlega eftir að nýta mér það að fara á fleiri námskeið."

Bókhaldsnám

Nemandi á framhaldsnámskeiði í bókhaldi: Bókhald 2-framhald

"Námskeiðið er gott. Það er nauðsynlegt að hafa tekið grunninn í bókhaldi áður en farið er í þetta námskeið. Mjög gott að kynnast forritunum og þetta á eftir að nýtast vel þegar maður sækir um skrifstofustörf."

Bókhald framhald

Jóhanna Ýr Ólafsdóttir: Skrifstofunám

"Ég var búin að velta lengi fyrir mér hvert ég ætti að fara í bókhaldsnám og á endanum valdi ég Promennt og sé sko ekki eftir því. Það var hagstæðast og svo var frábært að það var í boði í fjarnámi. Þarna eru alveg frábærir kennarar og mjög gott námsefni. Það er farið vel yfir verkefnin á hraða hvers og eins. 
Þetta nám hefur gefið mér mjög mikið. Í dag starfa ég á bókhaldsskrifstofu og stefni ég á löggildingu og verða viðurkenndur bókari. Ég mæli alveg 100% með þessu námi, það er hverrar krónu virði! Bara frábær skóli og frábært starfsfólk, eg þakka bara fyrir mig :)"

Skrifstofunám

Kristín Steinþórsdóttir, sjúkraliði: Almennt tölvunám

"Ég var mjög ánægð með námskeiðið, kennslugögnin, og kennsluna, sem mér fannst að allir væru mjög glaðir með bæði þeir sem voru lengrakomnir og styttra í tölvunotkunn! Kennarinn hún Ragnheiður var frábær, kom efninu mög vel til skila og gerði það á skemmtilegan hátt. Ég get gefið skólanum og námskeiðinu mín bestu meðmæli."

Almennt tölvunám

Sigurlaug Gröndal: Tölvu- og bókhaldsnám

"Ég var í bókhaldsnámi og verslunarreikningi ásamt kynningu á Avision Attain. Ég var í þessu námi frá nóvember 2005 fram í febrúar 2006 og fannst þetta geysilega gott nám og metnaðarfullt. Var með frábæra kennara, sérsteklega vil ég nefna Maríu Óskarsdóttur, viðskiptafræðing sem kenndi okkur bókhaldið. Þetta hefur nýst mér mjög vel og vil ég þakka fyrir mig!"

Tölvu- og bókhaldsnám

Auður hjá Medis: PowerPoint námskeið

"Ég hafði unnið við PowerPoint kynningar um tíma og fékk leyfi hjá vinnuveitanda mínum að sækja stutt námskeið. Eftir námskeiðið, sem var tvo morgna, hafði ég lært ég ýmsar flýtileiðir og fékk nýjar hugmyndir sem hafa nýst mér mjög vel."

PowerPoint námskeið

Nemandi á Excel grunnnámskeiði
"Námskeiðið var í heildina mjög gott. Ágætis útskýringar. Lærði ýmislegt sem ég gat betrumbætt hjá mér." Excel grunnnámskeið

Auður Auðunsdóttir: Excel 2010

"Mér fannst þetta námskeið sem ég fór eitt það besta ,sem ég hef farið. Því miður man ég ekki nafnið á kennaranum:( en hún var mjög góð.Það sem ég lærði hefur nýst mér mjög vel í vinnunni og fyrir mig sjálfa."

Excel námskeið

Og enn fleiri ...

Hörður Jónasson: Almennt tölvunám
"Hér tók ég mín fyrstu skref og það voru gæfuspor."

Hafdís Hall: Excel 2010
"Mjög gott námskeið og hefur nýst mér vel."

Margrét H. Ásgeirsdóttir: Tölvu og bókhaldsnám
"Ég var búin að vera atvinnulaus í marga mánuði.  Tölvu- og skrifstofunámið skilaði mér strax því sem ég stefndi að; krefjandi og skemmtilegu starfi að námi loknu.  Kennslan var frábær og uppbyggileg.  Gef skólanum og kennurunum mín bestu meðmæli."

Kristín K. Kristjándóttir: Skrifstofunám
Verkefnastjóri hjá VISA Íslandi
"Skrifstofunámið nýttist mér strax í starfi og kemur til með að skila mér auknum árangri í vinnunni.  Frábærir kennarar, ekki mikið heimanám og sveigjanlegir kennslutímar sem henta mjög vel þeim sem ætla að starfa með náminu.  Mjög gagnlegt nám í skemmtilegum félagsskap sem ég mæli eindregið með"

Harpa Sigurbjörnsdóttir: Tölvu- og bókhaldsnám
Ritari LSH
"Ég hef unnið á skrifstofu við almenn ritarastörf í nokkurn tíma en var alltaf óörugg og taldi að ég gæti bætt kunnáttu mína.  Ákvað því að fara í Tölvu- og bókhaldsnámið og sé ekki eftir því.  Skemmtilegt og uppbyggilegt nám í góðum félagsskap sem jók stórlega sjálfsöryggið.  Skólinn var mér mikil hvatning, reyndar svo mikil að mig langar til að halda áfram að læra meira og er búin að innrita mig í grafíska hönnun."

Sóley Rut Ísleifsdóttir
Þjónustufulltrúi hjá VÍS
"Ég fékk mjög gott starf á frábærum vinnustað strax að loknu námi.  Tölvunámið hjálpaði mér að öðlast það sjáfstraust sem þurfti til að sækja um nýtt og krefjandi starf.  Það er aldrei of seint að byrja að læra eitthvað nýtt.  Fyrir mig var þetta góð fjárfesting og frábær tími í góðum félagsskap í frábærum skóla"

María Björk Guðmundsdóttir: Skrifstofunám
Skrifstofustjóri hjá HIVE
"Skrifstofunámið var fróðlegt, fjölbreytt, skemmtileg og umfram allt gagnlegt.  Ég var í vinnu samhliða náminu og gat nýtt mér strax fra byrjun þekkingu úr náminu í starfi mínu.  Kennararnir voru líka alveg frábærir og skiluðu sínu í tímum og því var ekki  mikið um heimanám.  Góður skóli, gott starfsfólk, góð menntun"

Umsagnir um ýmis námskeið