Öryggi og upplýsingavernd á vefsíðum Promennt

Promennt hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Þannig er starfsfólk okkar skuldbundið til að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og fá reglulega þjálfun í gagnavernd og gagnaöryggi. Þar að auki eru kerfin okkar eru stillt á þann hátt að gögnin eru örugg.

Varðveisla upplýsinga um námskeið og nemendur hjá Promennt.

Meðferð persónuupplýsinga lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar viðskiptavina við skráningar á námskeið eru vistaðar í viðskiptamannakerfi Promennt, þar sem haldið er utan um upplýsingar um námskeið sem Promennt býður upp á hverju sinni. Upplýsingarnar um námsmenn eru notaðar til varðveislu á námi sem er í boði og til að tryggja örugga persónugreiningu, t.a.m. þegar um ræðir upplýsingar um námsframvindu einstaklinga. Upplýsingarnar verða ekki notaðar í öðrum tilgangi og verða ekki afhentar til utanaðkomandi aðila.

Einungis starfsmenn Promennt aðgang að þessu viðskiptamannakerfi og upplýsingum sem þar liggja. Starfsmenn Promennt eru bundnir trúnaði um upplýsingar sem eru skráðar í viðskiptamannakerfi þeirra.

Notkun á vafrakökum

Við notum svokallaðar "vafrakökur" í heimsíðu okkar promennt.is. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem er komið fyrir á harða diski tölvu þinnar af vefvafranum. Vafrakökur eru yfirleitt notaðar til þess að notandi þurfi ekki að slá inn notendanafn eða lykilorð eða breyta stillingum í hvert sinn sem hann heimsækir vefsíðu sem hann hefur áður skráð sig inn á. Það skal tekið fram að vafrakökur eru ekki notaðar til að geyma neinar persónulegar upplýsingar þannig að persónugreinanlegar upplýsingar eru ómögulegar.

a) Af hverju notar Promennt vafrakökur

Megin tilgangur þess að við notum vafrakökur á síðunni er til að bæta upplifun viðskiptavina okkar sem heimsækja vefsíðuna. Þetta gerum við með því að greina umferð um vefinn með hjálp vefgreiningarhugbúnaðar og getum þannig stöðugt unnið í umbótum á virkni síðunnar, bætt útlit hennar, innihald og virkni.
Það skal tekið fram að hvorki Promennt né greiningartól þriðja aðila munu nota upplýsingarnar til að safna persónulegum upplýsingum þeirra sem nota síðuna. IP tala á tölvunni þinni sem við fáum senda af tæknilegum ástæðum fær sjálfvirkt nafnleynd og er því þannig ekki rekjanleg til þín persónulega.

b) Hvernig á að koma í veg fyrir að vafrakökur vistist á harða disknum þínum eða hvernig eyðir þú þeim

Þú getur stillt vefvafrann þinn til að koma í veg fyrir að hann geymi vafrakökur á harða disknum þínum og að þú sért spurð(ur) í hvert skipti hvort þú viljir samþykkja að vafrakaka sé sett þar. Þú getur eytt hvenær sem er vafrakökum sem hafa verið settar á harða diskinn þinn. Hvernig það er gert er hægt að finna í hjálpinni í þínum vafra.

c) Google Analytics
Þessi vefsíða notar Google Analytics, vefgreiningaþjónustu Google hf (Google). Google Analytics notar sérstaka útgáfu af vafrakökum, þ.e. textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni og gera kleift að greina notkun þína á vefsíðum. Upplýsingar um notkun þína á þessari vefsíðu er tekin saman af vafraköku og er venjuleg áframsend til netþjóna Google í Bandaríkjunum og geymd þar. Við viljum benda á að þjónusta Google Analytics hefur verið útvíkkað á þessari vefsíðu til að innihalda kóðan “gat._anonymizeIp();” og gera þannig kleift að halda nafnleynd á vistun IP talna (svo kölluð IP masking). Vegna IP nafnleyndar á þessari vefsíðu þá er IP talan stytt af Google innan Evrópusambandsins og tengdra landa. Aðeins í utantekningar tilfellum er full IP tala send til netþjóna Google og stytt þar.
Google notar þessar upplýsingar fyrir hönd okkar til að greina notkun þína á þessari vefsíðu til að gera kleift að útbúa skýrslu um vefsíðunotkun og veita auka þjónustu í tengslum við vefsíðunotkun og veraldarvefs notkun fyrir þá sem reka vefsíðuna. IP talan sem er send Google Analytics frá vafranum þínu er ekki blandað saman við önnur gögn Google. Þú getur komið í veg fyrir geymslu á vafrakökum með viðeigandi stillingum á veraldarvafranum þínum sjá hluta c) að ofan. Þú getur að auki komið í veg fyrir að Google skrái gögn í tengslum við notkun þína á vefsíðunni með vafrakökum (þ.m.t. IP tölunni þinni) og frá því að vinna þessi gögn með niðurhali og uppsetningu á viðbót við vafrann sem er fáanlegt á þessu hlekk http://tools.google.com/dlpage/gaoptout. Þú getur fundið frekari upplýsingar um skilamála á notkun og gagnavernd á http://www.google.com/analytics/terms/ eða http://www.google.com/analytics/privacyoverview.html.

Tenglar

Vefsíður Promennt innihalda tengla á aðrar vefsíður. Ef notandi heimsækir slíka vefi gilda þær reglur um öryggi notenda sem settar hafa verið af viðkomandi aðilum. Ekki er borin ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika vefja utan Promennt sem vísað er í. Vísunin þýðir heldur ekki að Promennt styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kann að koma fram.


SSL skilríki

Til þess að gera samskipti og gagnaflutning á vefsíðum Promennt öruggari eru síðurnar með SSL skilríkjum, en það þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Slík skilríki veita vörn fyrir svokölluðum „millimannsárásum“, en með þeim geta óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum síðuna, eins og t.d. lykilorð eða greiðslu- og bankaupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar, og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað, á öruggan máta.


Réttur á að afturkalla samþykki

Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun Promennt á persónuupplýsingum þínum og getur hvenær sem er farið fram á að Promennt breyti, hætti að nota eða eyði persónugreinanlegum gögnum um þig. Slík beiðni þarf að koma fram með tölvupósti frá netfangi þínu til Promennt. Við eyðum þó ekki gögnum fyrr en við höfum staðfest beiðni þína með símtali.

Fyrirvari

Promennt leitast ávallt við að hafa upplýsingar á vefsíðum Promennt réttar öruggar. Promennt áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum um meðferð gagna og persónuupplýsinga hvenær sem er í samræmi við ákvæði persónu- og gagnaverndarlaga. Við slíka breytingu þá er notandi beðinn um að samþykkja skilmálana aftur.