Stofuleiga - útbúnaður

Promennt er staðsett mjög miðsvæðis, í Skeifunni 11b (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn). Promennt rekur 10 fullbúnar tölvukennslustofur með plássi fyrir allt að 18 nemendur. Stofurnar eru sérlega vel útbúnar með nýjasta búnaði sem völ er á hverju sinni og má þar t.d. nefna að í öllum kennslustofunum eru 24" skjáir fyrir nemendur ásamt fullkomnum fjarkennslubúnaði. Að auki eru í boði tvær kennslustofur án tölva og er pláss fyrir allt að 50 manns (fer eftir uppsetningu).

Hægt er að leigja stofurnar fyrir námskeið á einkavegum, vinnufundi ofl.

Til að fá nánari upplýsingar hafið samband við skrifstofu Promennt í síma 519-7550 eða sendið fyrirspurn hér.

Skoðaðu aðstöðuna

Eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið á Íslandi 

Við erum mjög stolt af því að vera eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið, eða CPLS, á Íslandi. CPLS stendur fyrir Microsoft Certified Partner for Learning Solutions. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf Promennt að uppfylla mjög ströng skilyrði Microsoft. Þar má nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).