Stofuleiga - útbúnaður

Þarft þú aðstöðu fyrir kennslu, námskeið, kynningu eða fund?

Promennt rekur 10 fullbúnar tölvukennslustofur með plássi fyrir allt að 18 nemendur. Stofurnar eru sérlega vel útbúnar með nýjasta búnaði sem völ er á hverju sinni og má þar t.d. nefna að í öllum kennslustofunum eru 24" skjáir fyrir nemendur ásamt fullkomnum fjarkennslubúnaði. Að auki eru í boði ein kennslustofa án tölva með pláss fyrir allt að 28 manns og tvær kennslustofur án tölva og með plássi fyrir allt að 40 manns (fer eftir uppsetningu). Hægt er að leigja stofurnar fyrir námskeið á einkavegum, vinnufundi ofl.

Promennt er staðsett mjög miðsvæðis, í Skeifunni 11b (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn), með gott aðgengi og næg bílastæði í kring.

 

Til að fá nánari upplýsingar hafið samband við skrifstofu Promennt í síma 519-7550 eða sendið fyrirspurn hér