Fræðsla til fyrirtækja

Promennt þjónustar fyrirtæki

Við hjá Promennt kappkostum við að vera leiðandi í fræðslu til fyrirtækja og höfum við yfir 20 ára reynslu á því sviði. Við sérsníðum námskeið og námsskeiðapakka fyrir fyrirtæki að þeirra þörfum. Í boði eru öll helstu námskeið fyrir Office 365 með öllum uppfærslum. Dæmi um okkar vinsælustu námskeið eru Microsoft Teams, Power BI, Outlook, Excel svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæki geta pantað námskeið sem getur farið fram í húsakynnum fyrirtækisins eða komið til okkar í Skeifuna 11b sé þess óskað. Sendu okkur fyrirspurn á promennt@promennt.is og við finnum fræðslu sem hentar þínu fyrirtæki. 

Við kynnum nýtt Fræðsluský Promennt er fræðsla án landamæra og hefur þann kost að hægt er að sækja námskeiðin hvenær sem kostur gefst og á ákjósanlegum hraða. 

Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili af Menntamálastofnun og uppfyllir skilyrði laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu.