Fyrirtækjaþjónusta

Þegar starfsmenn auka þekkingu sína eykst þekking fyrirtækisins!

Viljið þið kappsamara og hæfara starfsfólk? Er stefnan að bæta frammistöðu fyrirtækisins og efla samkeppnisstöðuna? Þá er símenntun lykilatriði.

Áhrif sí- og endurmenntunar starfsmanna eru í flestum tilfellum afar jákvæð og geta skilað sér í minni kostnaði fyrir fyrirtækið til lengri tíma litið, tímasparnaði, nýjum starfsvenjum og jafnvel betra andrúmslofti á vinnustaðnum. Þetta er svo aftur líklegt til að endurspeglast í aukinni vinnugleði og trúfestu starfsmanna og minni starfsmannaveltu.

Fyrirtækjaþjónusta Promennt er hagkvæm þjónusta sem gengur út á að sérsníða námskeiðispakka utan um þá fjárhagsáætlun sem þín deild/fyrirtæki hefur. Þannig klæðskerasaumum við námskeið nákvæmlega eftir þörfum þíns fólks. Ath. að námskeið getur farið fram í ykkar húsakynnum sé þess óskað. Sendu okkur fyrirspurn og við búum til pakka sem hentar þér og þínum.

Dæmi um sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki:

  • Office 365 teymisvinna (hægt að sérsníða fyrir stjórnendur, söluteymi, markaðsfólið, þjónustudeildir osfrv.)
  • Excel grunnur og framhaldsnámskeið
  • SharePoint - fyrir notendur
  • MCSA- sérsniðið fyrir tæknideildir
  • Tölvupóstmarkaðssetning með MailChimp
  • Vefgreining með Google Analytics
  • Aðlögunar- og uppfærslunámskeið fyrir nýja og verðandi Office notendur
  • og margt fleira