Umsagnir nemenda fjarkennslu

Þetta hafa nemendur að segja um Fjarkennslu í beinni:


Guðmundur Einarsson, Sandgerði: Skrifstofunám í Fjarkennslu í beinni

"Ég mæli hiklaust með þessu kennslufyrirkomulagi. Þetta kemur ótrúlega vel út,það er nánast eins og maður sitji í skólastofunni með kennaranum. Fyrir utan það að maður þarf ekki að klæða sig til að fara í skólann eða keyra marga kílómetra."


Valdís Erla Eiríksdóttir, Árskógssandi: Skrifstofunám í Fjarkennslu í beinni

"Það að getað stundað nám í gegnum fjarkennslubúnað eins og er hérna í Tölvuskólanum er alveg frábært. Ég bý úti á landi og hefði ekki haft kost á þessu námi öðruvísi. Var í skrifstofunámi í vetur og er það mjög hagnýtt og markvisst nám, með fyrsta flokks kennurum og starfsfólki. Þetta nám á alveg örugglega eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. Í Tölvuskólanum er svo ótal margt í boði og á ég alveg örugglega eftir að skoða það í framhaldi af skrifstofunáminu. Enda höfðum við á orði fjarnemarnir að þetta væri svo skemmtilegt að við tímdum bara einfaldlega ekki að hætta. Takk kærlega fyrir mig."