Samfélagsleg ábyrgð

 

Stefna um samfélagslega ábyrgð

Samfélagsábyrgðin skal ná til allrar starfsemi fyrirtækisins, starfsmanna og hagsmunaaðila. Hafa skal stefnuna í huga varðandi kjarnastarfsemi Promennt og innleiða inn í alla þætti fyrirtækisins.

Promennt einsetur sér að taka virkan þátt í að hafa jákvæð efnahagsleg-, samfélagsleg- og umhverfisleg áhrif og draga úr öllum neikvæðum afleiðingum af rekstri fyrirtækisins eins og hægt er.

Helstu áherslur Promennt varðandi samfélagsábyrgð eru:

  • Kolefnisjöfnun fyrirtækisins vegna rafmagnsnotkunar, urðun á blönduðu sorpi og aksturs starfsmanna til og frá vinnu í gegnum Kolvið.
  • Aukin flokkun á sorpi, minnkun á sorpi með fjölnota ílátum og takmörkun á blönduðu sorpi sem færi í urðun.
  • Helstu markmið eru að hvetja til minnkunar kynjahalla í námi þar sem afgerandi meirihluti kvenna/eða karla er áberandi.
  • Promennt einsetur sér að vera heiðarlegt og gagnsætt fyrirtæki og leggur áherslu á góð siðferðisleg gildi í viðskiptum.

Promennt gróðursetur tré fyrir hvern nemanda sem útskrifast af námsbrautum hjá Promennt.