Um PROMENNT

Promennt er á 2. hæðinni í Skeifunni 11b, rauða húsinu fyrir aftan RúmfatalagerinnPROMENNT ehf.
Skeifan 11b, 2. hæð,  108 Reykjavík
(rauða húsið fyrir aftan Rúmfatalagerinn)

promennt@promennt.is
Sími: 519 7550
Kt. 670300-2260

Opnunartími skrifstofu: kl. 8:15-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:15-12:00 á föstudögum.

Promennt er rótgróið en jafnframt framsækið fræðslufyrirtæki sem opnar dyr að nýjum tækifærum og nýjum möguleikum hvort heldur sem er hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Hjá okkur býðst nemendum, bæði byrjendum og sérfræðingum, allstaðar frá að sækja hagnýtt nám á einfaldan hátt auk þess sem boðið er upp á sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja.

Kjarnastarfsemi Promennt er fjórþætt en það er markmið okkar að vera eftirsóttasti kostur atvinnulífsins í fræðslumálum.

  • Fræðsla / skóli
  • Prófamiðstöð
  • Stofuleiga
  • Sérþjónusta fyrir fyrirtæki

 

Viðurkenndur fræðsluaðili

Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili hjá Menntamálastofnun. Slík viðurkenning staðfestir að Promennt uppfyllir öll almenn skilyrði laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Til þess að öðlast slíka viðurkenningu þurfa margvísleg atriði að vera í topplagi og má þar nefna aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds, skipulag náms og umsjón með því, námskrár/námslýsingar, hæfni með tilliti til þekkingar og reynslu, fjárhagsmálefni, tryggingar og tilvist gæðakerfis. 

Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu sem staðfestir þau gæði sem við bjóðum nemendum okkar.

 

Fjölbreytt námsúrval

Promennt býður upp á mjög fjölbreytt úrval námskeiða í viðskiptagreinum, tölvu- og upplýsingatækni fyrir byrjendur jafnt sem sérfræðinga. Nú hefur einnig bæst í úrvaliðheilsu- og öryggisfræðsla fyrir starfsfólk í iðnaði. Við erum leiðandi á okkar sviði og leggjum mikinn metnað í að útskrifa nemendur með jafnt hagnýta sem og fræðilega þekkingu sem gerir þá að verðmætari starfskrafti.


Eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið á Íslandi

Við erum mjög stolt af því að vera eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið, eða CPLS, á Íslandi. CPLS stendur fyrir Microsoft Certified Partner for Learning Solutions. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf Promennt að uppfylla mjög ströng skilyrði Microsoft. Þar má nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Promennt stofuleiga

Promennt rekur 10 fullbúnar tölvukennslustofur. Stofurnar eru sérlega vel útbúnar með nýjasta búnaði sem völ er á hverju sinni og má þar t.d. nefna að í öllum kennslustofum eru 24" skjáir fyrir nemendur ásamt fullkomnum fjarkennslubúnaði. Hver stofa hefur 18 vinnustöðvar. Að auki rekur Promennt 3 hefðbundnar kennslustofur sem rúma allt að 45 manns (fer eftir uppsetningu).

Promennt prófamiðstöð er vottuð prófamiðstöð fyrir m.a. tvær af stærstu prófamiðstöðvum heims:  Prometric, sem prófar færni m.a. í kerfisfræði, netstjórnun, Cisco ofl. og Pearson VUE. Þar að auki er Promennt m.a. viðurkennd prófamiðstöð fyrir GRE próf og Toefl-próf sem notuð eru til að meta kunnáttu fólks í enskri tungu.