Fjarkennsla í beinni

Fjarkennsla í beinniHvernig fer Fjarkennsla í beinni fram?

Fjarkennslan okkar fer fram í beinni útsendingu sem þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að fjöldi nemenda í hverjum bekk enn takmarkaður við litla hópa, óháð því hvort nemendur eru í staðnámi eða fjarkennslu í beinni. Þetta er gert til þess að viðhalda háu þjónustustigi sem við bjóðum á í okkar námskeiðum og námsbrautum. Nemendur sjá og heyra allt sem fram fer í kennslustofunni sem dæmi: kennarann, skjá kennarans, töfluna og samnemendur. Þú getur tekið beinan þátt í kennslunni, umræðum eða með því að leggja fram munnlegar fyrirspurnir. Þar að auki getur þú sjálf/-ur verið sýnilegur í stofunni sértu með vefmyndavél en athugið að það er ekki skilyrði.

Nemandi í fjarkennslu í beinni á alltaf sitt sæti í kennslustofunni. Það þýðir, að fjarkennslunemandi getur alltaf mætt á staðinn og sest í sætið sitt. Að auki ber að nefna að fjöldi nemenda fer aldrei yfir þann fjölda sem sæti í kennslustofunni telja.

► Fjarkennslunemendur eru á allan hátt jafngildir nemendum sem eru í staðnámi og eru á engan hátt viðbót við þá sem eru fyrir í kennslustofunni. Allir nemendur fá jafn mikla athygli frá kennaranum, hvort sem þeir eru í fjarkennslu eða á staðnum.

Hvaða búnað þarf ég að hafa til að taka þátt?

Eftirfarandi búnað þarf að hafa til að geta tekið þátt í Fjarkennslu í beinni:

  • tölva
  • nettenging (ath. 3G tenging er ekki nóg)
  • head-set með hljóðnema mikill kostur
  • auka skjár - mikill kostur (ath. að í sumum námskeiðum er nauðsynlegt að hafa auka skjá)
  • vefmyndavél (ath á aðeins við ef þú vilt vera sýnileg/-ur í stofunni)
  • kennslubækur (kennslubækur eru innifaldar í námskeiðisgjaldi) 

Hvaða námskeið eru í boði í Fjarkennslu í beinni?

All flest námskeið skólans eru í boði í Fjarkennslu í beinni. Skoðaðu það námskeið sem þú hefur áhuga á að taka og leitaðu eftir Fjarkennslumerkingunni.

Fyrir hverja er Fjarkennsla í beinni?

Fjarkennsla í beinni er fyrir alla sem hafa áhuga á að taka námskeið hjá okkur, hvort sem þú ert staðsett/-ur heima í stofu, á bókasafninu eða í fundarherberginu á vinnustaðnum þínum.

Nemendur í "beinni" hafa m.a. komið frá Hellissandi, Ólafsvík, Bíldudal, Sauðárkróki, Dalvík, Ársskógsströnd, Akureyri, Vík, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Sandgerði, Reykjavík, Kaupmannahöfn, Dublin, Róm og Barcelona.

Sjá umsagnir nemenda hér

Hvernig fá fjarnemendur námsefnið?

Námsefni er innifalið í námskeiðisgjaldi (nema annað sé sérstaklega tekið fram) og er rafrænt.