EQM

Promennt hefur unnið að því að byggja upp gæðastarf síðustu ár. Skólinn hefur reglulega gert námskeiðsmat sem er liður í því að þróa gæðastarf. Starfsfólk og leiðbeinendur hafa komið sér upp skipulagi og þróað eyðublöð, endurgjöf og verkferla.

Árið 2013 ákvað starfsfólk Promennt að skrifa gæðahandbók sem byggði á EQM gæðaviðmiðunum. Markmið með gæðahandbók er að festa niður það góða starf sem starfsfólk og leiðbeinendur hafa þróað í gegnum árin. Með þessu er komið á betra skipulagi og aðgengi að ýmsum gögnum.

Gæðahandbókin er liður í því að innleiða gæðakerfi og tekur á helstu þáttum fræðslustarfs. Promennt hefur hlotið EQM vottun 2024-2026.

Gæðahandbók Promennt