Háskólinn á Akureyri: Próf

Promennt og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samkomulag um að Promennt er nú einn af þeim stöðum sem stendur nemendum til boða við próftöku. Þetta mun gilda strax fyrir næstkomandi vorpróf 2019.

Verð

Umsýslugjald fyrir hvert próf sem tekið er hjá Promennt er 3.900 kr. (greitt er fyrir að hámarki þrjú próf).  Verð fyrir sjúkra- og endurtökupróf er 3.900 kr. (greitt er fyrir að hámarki tvö próf).

Staðsetning

Prófin sem fara fram hjá Promennt verða í Skeifunni 11b, 108 Reykjavík (beint fyrir aftan Rúmfatalagerinn). Næg bílastæði eru á svæðinu í kringum húsið en próftökum er bent á að leggja ekki beint fyrir framan verslunina á jarðhæð. 

Skráning í próf á vorönn 2019

Þeir nemendur sem hafa hug á að breyta prófstað sínum fyrir vorprófin skulu senda tölvupóst á netfangið profstjori@unak.is. Í kjölfarið munu þeir nemendur sem ætla að taka próf hjá Promennt fá sendar frekari upplýsingar um skráningu.