Prófamiðstöð

Alþjóðleg próf ∙ Prometric ∙ Pearson Vue ∙ Kryterion ∙ Castle PSI

Skráning í próf hjá Prometric eða Pearson Vue

Promennt er vottuð prófamiðstöð fyrir nokkrar af stærstu prófamiðstöðvum heims þ.m.t. Prometric, Pearson Vue og PSI. Í gegnum þessa aðila getur Promennt því boðið upp á nær öll stöðluð alþjóðleg próf sem tengjast m.a. upplýsingatækni og fjármálageiranum. Auk þess er Promennt vottuð prófamiðstöð fyrir Kryterion og Castle sem meðal annars býður upp á próf tengd nýrri löggjöf persónuverndarlaga. Próf fyrir Kryterion og Castle eru á miðvikudögum.

Prófastofan er uppsett með öflugum tölvum sem allar eru með 24" skjám. Skilrúm eru milli allra tölva og mjög þægilegir stólar fyrir próftaka.

Prófastofan er tekin út og viðurkennd af Pearson VUE, Prometric, PSI, Kryterion og Castle.

Almennir prófdagar fyrir þessar prófamiðstöðvar eru á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13, allt árið (þó með örfáum undantekningum)