Promennt er vottuð prófamiðstöð fyrir nokkrar af stærstu prófamiðstöðvum heims þ.m.t. Prometric, Pearson Vue og PSI. Í gegnum þessa aðila getur Promennt því boðið upp á nær öll stöðluð alþjóðleg próf sem tengjast m.a. upplýsingatækni og fjármálageiranum. Auk þess er Promennt vottuð prófamiðstöð fyrir Kryterion og Castle sem meðal annars býður upp á próf tengd nýrri löggjöf persónuverndarlaga. Próf fyrir Kryterion og Castle eru á miðvikudögum.
Prófastofan er uppsett með öflugum tölvum sem allar eru með 24" skjám. Skilrúm eru milli allra tölva og mjög þægilegir stólar fyrir próftaka.
Prófastofan er tekin út og viðurkennd af Pearson VUE, Prometric, PSI, Kryterion og Castle.
Almennir prófdagar fyrir þessar prófamiðstöðvar eru á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13, allt árið (þó með örfáum undantekningum)
ATH að það þýðir að Promennt heldur aðeins prófin fyrir ETS (www.ets.org) en ETS sér um allt utanumhald, skráningu, dagsetningar prófa og þjónustu á allan hátt!
ATTENTION: The tests are only hosted by Promennt. Promennt does not register or have any information regarding tests.
Promennt er að auki viðurkennd prófamiðstöð fyrir TOEFL og GRE - próf.
Skráning fer fram á ets.org
Við viljum vekja athygli á því að allar upplýsingar um TOEFL og GRE prófin ásamt skráningu í próf er að finna á vef ETS, www.ets.org. Finndu dagsetningu í prófið sem hentar þér og skráðu þig í prófið. Á þessum vef er einnig að finna greinargóðar upplýsingar um undirbúning fyrir prófið, æfingapróf, kennsluefni ofl. Athugið að Promennt hefur ekkert með skráningarferlið að gera og því miður ekki aðstoðað við það, best er að hafa samband við þjónustuver ETS.
Takmarkað sætaval
Athugið að nánast undantekningalaust er uppbókað í TOEFL prófið og því hvetjum við fólk til að skrá sig mjög snemma (á www.ets.org).
Vandamál við skráningu?
Töluvert hefur borið á því að þeir sem eru að skrá sig fá höfnun á kreditkortin sín þrátt fyrir að næg heimild sé á kortinu. Til þess að koma greiðslum í gegn verður að hafa samband við kortafyrirtækin (Borgun fyrir MasterCard eða Valitor fyrir Visa) og láta opna fyrir erlendar færslur á netinu, hjá Visa heitir þetta Vottun Visa.
Undirbúningur
Próftakar sjá sjálfir um allan undirbúning fyrir prófið, sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan og svo bendum við einnig á síðuna www.spredenels.com.
Nánari upplýsingar:
TOEFL:
GRE:
Promennt og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samkomulag um að Promennt er nú einn af þeim stöðum sem stendur nemendum HA til boða að taka próf (á aðeins við próf í þeim námsgreinum sem kennd eru við Háskólann á Akureyri). Verð fyrir hvert próf sem tekið er hjá Promennt er 3.900 kr. Sjá nánar hér ►
Promennt og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafa gert með sér samning þess efnis að Promennt verður framkvæmdaraðili prófa til viðurkenningar bókara árin 2019 og 2020. Sjá nánar hér ►