Næstu námskeið

 • 4. maí
  Hvernig fyrirtæki geta nýtt sér skýjaþjónustu Microsoft Office 365. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir prófið 70-346.
 • 9. maí
  Á námskeiðinu "Navision-fjárhagsbókhald" eru nemendur þjálfaðir til starfa við tölvubókhald í Navision og kennd meðferð bókhaldsgagna í Navision.
 • 9. maí
  Tölvunámskeið fyrir byrjendur eða lítt vana tölvunotendur. Hæg og róleg yfirferð með reglulegum upprifjunum.
 • 10. maí
  Frábært námskeið í notkun Google AdWords í markaðsstarfinu. Námskeiðið byggist á ítarlegri kennslu á þeim tækjum og tólum sem AdWords býður upp á og er svo hverjum og einum kennt hvernig á að nota þau beint fyrir fyrirtækið sitt. AdWords er tæki sem hentar einstaklega vel í markaðssetningu fyrirtækja á netinu.
 • 12. maí
  Á námskeiðinu InDesign er farið í alla grunnþætti umbrotstækninnar og er nemendum veitt þjálfun í að nota þessa þætti.
 • 12. maí
  Farið er stuttlega yfir helstu strauma og stefnur í verkefnastjórnun nú til dags. Námskeiðið er unnið í umhverfi Microsoft Office 365 og SharePoint Online. Farið er yfir hvernig nýta má SharePoint og Microsoft Office til hagnýtrar verkefnastjórnunar.
 • 17. maí
  Námskeiðið Excel 2013 er aðallega ætlað byrjendum en þeir sem fyrst og fremst hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu einnig bæta verulega við þekkingu sína á þessu námskeiði.
 • 17. maí
  Nemendur munu öðlast þekkingu á því hvað tölvupóstmarkaðssetning er og hvernig hún nýtist fyrirtækjum ásamt því sem hugbúnaðurinn MailChimp er kynntur til sögunnar. MailChimp er frábært forrit sem hægt er að nota í tölvupóstmarkaðssetningu og eru helstu kostir þess að það er ókeypis á netinu og er mjög notendavænt bæði er kemur að utanumhaldi póstlista sem og hönnun skilaboðanna sjálfra og mælingu á árangri.
 • 17. maí
  Hér er um að ræða framhaldsnámskeið af SharePoint Power User námskeiði hjá Promennt. Ef þátttakandi hefur ekki sótt Power User námskeið er gerð krafa um að viðkomandi hafið búið til lausnir í SharePoint fyrir aðra.
 • 18. maí
  This class is designed for information workers or power users who serve as SharePoint Site Owners or Site Collection Administrators.

Ráðgjöf við námsval

Vantar þig ráðgjöf?

Sláðu á þráðinn í síma 519-7550 eða kíktu í kaffi til okkar í Skeifunni 11b (2.hæð) og við hjálpum þér að finna það nám sem hentar þér best!

Panta tíma

 • „Þessi námsbraut lítur virkilega vel út“
  Hún tekur á nær öllum þáttum daglegs starfs kerfisstjóra hjá miðlungsstóru fyrirtæki og upp úr. Ég man ekki eftir að hafa séð svona heilstætt og markvisst kerfisstjóranám áður.
  Bergþór Hauksson, tölvunarfræðingur og eðlisfræðingur, Segment product owner in production hjá CCP, fyrrum forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá.
 • „Ekkert smá flott námsbraut!“
  „Ekkert smá flott námsbraut! Er ekki frá því að þetta sé flottara en sambærilegt nám í Rafiðnaðarskólanum fyrir 15 árum síðan sem kom okkur mörgum af stað og mér sýnist verðið líka vera lægra. Til hamingju með þetta.“
  Emil Örn Víðisson, öryggisráðgjafi hjá Sensa (CISSP, MCSE, CCA, RSA CSE, SFCP, Cisco Routing and Switching Sales Specialist)
 • "Fjarkennslan hafði úrslitaáhrif á það hvaða skóla ég valdi."
  "Vegna aðstæðna þá þurfti ég að nýta mér bæði að vera á staðnum og í fjarkennslu í beinni sem mér finnst vera stór plús við þennan skóla."
  Fjóla var í Framabraut-Skrifstofuskóla á haustönn 2012
 • "Ég á eftir að velja Promennt aftur"
  Námskeiðið var í alla staði ágætt. Víðtæk og hröð yfirferð en jafnframt alltaf hægt að fá að sjá eitthvað aftur og aftur. Nú get ég lagfært ljósmyndir, búið til myndir/logo og sett upp auglýsingar/bæklinga. Rosalega gott að geta alltaf flett upp í bókunum sem ég fékk með námskeiðinu. Ég á eftir að velja Promennt aftur! Takk fyrir mig. :)
  Katrín Sif Andersen (Grafísk hönnun)
 • "Ég fékk vinnu nánast um leið og námið var búið"
  Ég hefði ekki fengið þetta nema hafa klárað námskeið hjá ykkur svo takk fyrir mig:)
  Henný Árnadóttir (Tölvu-og bókhaldsnám+Tollskýrslugerð)
 • "Frábært að geta bara verið heima og lært í gengum netið"
  "Það var líka svo gott að geta nýtt sér sveigjanleikan í mætingu eins og t.d. fyrir mig þar sem ég er í vaktavinnu. Ekkert mál að svissa á milli morgun og kvöldtíma eftir því hvað hentaði minni vinnu."
  Sólveig Pétursdóttir (Bókhald-grunnur + Excel)
 • "Námskeiðið er gott"
  "Mjög gott að kynnast forritunum og þetta á eftir að nýtast vel þegar maður sækir um skrifstofustörf."
  Nemandi á Bókhald-framhald
 • "Mjög skemmtilegt og gagnlegt og nýttist mér strax í mínu starfi."
  Mjög skemmtilegt og gagnlegt og nýttist mér strax í mínu starfi. Kennarinn var mjög góður og hafði mikla þekkingu á efninu.
  Steindóra Bergþórsdóttir (Grafísk hönnun)
 • "Þetta nám hefur gefið mér mjög mikið."
  "Þarna eru alveg frábærir kennarar og mjög gott námsefni. Það er farið vel yfir verkefnin á hraða hvers og eins. Ég mæli alveg 100% með þessu námi, það er hverrar krónu virði! Bara frábær skóli og frábært starfsfólk, eg þakka bara fyrir mig :)"
  Jóhanna Ýr Ólafsdóttir (Skrifstofunám)
 • "Ég get gefið skólanum og námskeiðinu mín bestu meðmæli"
  Ég var mjög ánægð með námskeiðið, kennslugögnin, og kennsluna, en kennarinn hún Ragnheiður var frábær, kom efninu mög vel til skila og gerði það á skemmtilegan hátt.
  Kristín Steinþórsdóttir, sjúkraliði (Almennt tölvunám)

Búnaður

Stofurnar okkar eru sérlega vel innréttaðar með nýjasta búnaði, m.a. 24" skjáum og fullkomnum fjarkennslubúnaði.

Nánar

Senda fyrirspurn

Hvað er fjarkennsla í beinni?

Fjarkennslan okkar fer fram í beinni útsendingu sem þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Kynntu þér kosti fjarkennslunnar!

Nánar

Fjarkennsla í beinni