Við erum mjög stolt af
því að vera eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið, eða CPLS, á Íslandi.
CPLS stendur fyrir Microsoft Certified Partner for Learning Solutions. Til að
öðlast slíka viðurkenningu þarf Promennt að uppfylla mjög ströng skilyrði Microsoft. Þar má nefna sérstaklega öflugan
vélbúnað, sérsniðið námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).
Promennt kappkostar að hafa ávallt á sínum snærum Microsoft sérfræðikennara með mikla reynslu úr atvinnulífinu auk þess sem þeir hafi MCT kennslugráðu frá Microsoft.
Við erum
sérstaklega stolt af því að einn af okkar bestu kennurum, Guðni Þór Hauksson, hefur lokið masters námi í Active
Directory Windows 2008 R2 sem haldið var í höfuðstöðvum Microsoft í Redmont USA. Náminu lauk með þremur umfangsmiklum prófum sem gefa
gráðuna „Microsoft Certified Master“. Guðni er fyrsti Íslendingurinn sem lýkur þessu námi og er jafnframt níundi
maðurinn í Evrópu utan raða Microsoft sem nær MCM gráðunni í Active Directory. Með þessari frammistöðu er ljóst
að Guðni hefur skipað sér í hóp með þeim sem hafa yfirburða þekkingu á innviðum Windows netþjóna, þekkingu sem
stenst fyllilega ströngustu alþjóðlegar kröfur.