Próf til viðurkenningar bókara 2020 - Sérúrræði

Til að hægt sé að veita sértæk úrræði í prófi í Viðurkenndum bókara þarf að sækja um það sérstaklega. Próftakar eru hvattir til að kynna sér möguleika á sérúrræðum vel.

Umsóknarferli fyrir sértæk úrræði

 1. Senda tölvupóst á vbprof@promennt.is þar sem óskað er eftir sértæku úrræði.
 2. Próftaki fær boð í viðtal til náms- og starfsráðgjafa.
 3. Í viðtalinu þarf að leggja þarf fram gögn frá viðeigandi sérfræðingi, sem staðfestir þörf fyrir úrræði.
 4. Náms- og starfsráðgjafar meta umsókn um sértæk úrræði.
 5. Gengið frá skriflegum samningi um sértækt úrræði eftir mati.
 6. Samningur gildir fyrir alla prófhluta í Viðurkenndum bókara hjá Promennt innan sama skólaárs.

Lokadagsetning til að sækja um sértæk úrræði

 • Prófhluti I - 20. september
 • Prófhluti II - 30. október
 • Prófhluti III - 29. nóvember
 • Upptökupróf v. prófhluta I, II og III - 20. janúar 2021

Ekki er hægt að afgreiða umsóknir um sértæk úrræði eftir lokadagsetningu. 

Greiningar og vottorð

Greiningar um sértæka námsörðugleika:
Til að próftaki geti fengið sértækt úrræði í prófum vegna sértækra námsörðugleika (dyslexía, dyscalculia, dysgraphia) þarf viðkomandi að framvísa greiningu frá sérfræðingi þar sem til að mynda er notast við einhverja af eftirfarandi aðferðum: 

 • GRP 14 Greiningarpróf (GRP 14H hópgreining dugar ekki ein og sér).
 • Aston Index lestrargreining.
 • Logos dyslexíugreining 
 • ICD 10 greiningarviðmið (notuð af sálfræðingum).

Læknisvottorð:
Til að próftaki geti fengið viðeigandi úrræði í prófum vegna veikinda eða fötlunar þarf viðkomandi að framvísa vottorði eða greiningu frá lækni/viðeigandi sérfræðingi þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 • Hvaða sjúkdóm eða hvers konar fötlun er um að ræða.
 • Á hvaða hátt sjúkdómur eða fötlun hefur áhrif á andlega og /eða líkamlega getu viðkomandi til að stunda háskólanám.

Meðferð upplýsinga  

Promennt varðveitir trúnaðargögn um nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda í námi og við skólann.  Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og reglur Promennt ehf.

Hvaða úrræði eru í boði

Sértæk úrræði í námi byggja á sérfræðiáliti sem fram kemur í greiningu eða læknisvottorði ásamt faglegu viðtali við náms- og starfsráðgjafa þar sem meðal annars er farið yfir fyrri reynslu nemanda af úrræðum í námi. Úrræði eru einstaklingsmiðuð og reynt er að koma til móts við þarfir hvers einstaklings eins og greining eða læknisvottorð gefa tilefni til. Úrræðin fela á engan hátt í sér að dregið sé úr eðlilegum námskröfum eða þeim hagað með öðrum hætti gagnvart þessum hópi nemenda en almennt gildir.

Yfirlit yfir þau úrræði sem í boði eru:

 • Lenging á próftíma. 
  • Almennt er miðað við 25% lengingu á próftíma. Í undantekningartilvikum er um að ræða meiri lengingu.
 • Próftaka á tölvu. 
  • Ef nemandi er ófær um að handskrifa próf vegna fötlunar eða veikinda. Prófið sjálft er á pappírsformi en svörin eru skráð á tölvu í word eða excel.
 • Stækkað letur á prófblöðum
  • Úrræðið getur átt við nemendur með dyslexíu og nemendur með sjónskerðingu.
 • Lituð prófblöð. 
  • Úrræðið á við nemendur með dyslexíu. Nemendur geta valið um gulan eða bláan lit.
 • Ritari í prófi
  • Ef nemandi er, vegna fötlunar eða veikinda, ófær um að skrifa sjálfur svör við prófspurningum og önnur möguleg úrræði gagnast ekki. Ath að próftaki þarf sjálfur að útvega ritara sem þó þarf að vera samþykktur af framkvæmdaraðila. 
 • Próftaka í fárými.
  • Þá tekur nemandi próf í prófstofu með fáum nemendum. Úrræðið getur átt við nemendur með athyglisbrest eða veikindi.