Upptökupróf - Próf til viðurkenningar bókara 2023/2024 - Sérúrræði

Til að hægt sé að veita sértæk úrræði í prófi í Viðurkenndum bókara þarf að sækja um það sérstaklega. 

Umsóknarferli fyrir sértæk úrræði

  1. Senda tölvupóst á vbprof@promennt.is þar sem óskað er eftir sértæku úrræði.
  2. Próftaki fær tölvupóst varðandi næstu skref.
  3. Leggja þarf fram gögn frá viðeigandi sérfræðingi, sem staðfestir þörf fyrir úrræði.
  4. Náms- og starfsráðgjafar meta umsókn um sértæk úrræði.
  5. Gengið frá skriflegum samningi um sértækt úrræði eftir mati.
  6. Samningur gildir fyrir alla prófhluta í Viðurkenndum bókara hjá Promennt innan sama skólaárs.

Lokadagsetning til að sækja um sértæk úrræði

Ekki er hægt að afgreiða umsóknir um sértæk úrræði eftir lokadagsetningu. Ein umsókn gildir fyrir alla prófhluta. 

Meðferð upplýsinga  

Promennt varðveitir trúnaðargögn um nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda í námi og við skólann.  Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og reglur Promennt ehf.