Próf til viðurkenningar bókara 2021 - Sérúrræði

Til að hægt sé að veita sértæk úrræði í prófi í Viðurkenndum bókara þarf að sækja um það sérstaklega. Próftakar eru hvattir til að kynna sér möguleika á sérúrræðum vel.

Umsóknarferli fyrir sértæk úrræði

 1. Senda tölvupóst á vbprof@promennt.is þar sem óskað er eftir sértæku úrræði.
 2. Próftaki fær tölvupóst varðandi næstu skref.
 3. Leggja þarf fram gögn frá viðeigandi sérfræðingi, sem staðfestir þörf fyrir úrræði.
 4. Náms- og starfsráðgjafar meta umsókn um sértæk úrræði.
 5. Gengið frá skriflegum samningi um sértækt úrræði eftir mati.
 6. Samningur gildir fyrir alla prófhluta í Viðurkenndum bókara hjá Promennt innan sama skólaárs.

Lokadagsetning til að sækja um sértæk úrræði

Sækja þarf um sértæk úrræði fyrir alla prófhluta og upptökupróf fyrir 30. september 2021.

Ekki er hægt að afgreiða umsóknir um sértæk úrræði eftir lokadagsetningu. Ein umsókn gildir fyrir alla prófhluta. 

Greiningar og vottorð

Greiningar um sértæka námsörðugleika:
Til að próftaki geti fengið sértækt úrræði í prófum vegna sértækra námsörðugleika (dyslexía, dyscalculia, dysgraphia) þarf viðkomandi að framvísa greiningu frá sérfræðingi þar sem til að mynda er notast við einhverja af eftirfarandi aðferðum: 

 • GRP 14 Greiningarpróf (GRP 14H hópgreining dugar ekki ein og sér).
 • Aston Index lestrargreining.
 • Logos dyslexíugreining 
 • ICD 10 greiningarviðmið (notuð af sálfræðingum).

Læknisvottorð:
Til að próftaki geti fengið viðeigandi úrræði í prófum vegna veikinda eða fötlunar þarf viðkomandi að framvísa vottorði eða greiningu frá lækni/viðeigandi sérfræðingi þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 • Hvaða sjúkdóm eða hvers konar fötlun er um að ræða.
 • Á hvaða hátt sjúkdómur eða fötlun hefur áhrif á andlega og /eða líkamlega getu viðkomandi til að stunda háskólanám.

Meðferð upplýsinga  

Promennt varðveitir trúnaðargögn um nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda í námi og við skólann.  Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og reglur Promennt ehf.