Ágúst: Námskynningar fyrir bókhaldsgreinar og tækninám

Núna í ágúst munum við hafa sérstaka kynningarfundi fyrir áhugasama um annars vegar tækninám og hins vegar bókhaldsnám. Sérstök áhersla verður á kerfisstjóranám og nám til undirbúnings prófa til viðurkennds bókara; Bókhald grunnur, Bókaranám fyrir lengra komna, Framabraut-Viðurkenndur bókari en einnig er Skrifstofuskólinn kynntur. Fundirnir eru haldnir hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn).


Námskynningarnar verða á eftirfarandi dögum:

Skráðu þig endilega á fundinn, það er bæði hægt að mæta á staðinn eða fylgjast með á netinu. ATH það kostar ekki neitt að skrá sig.

Við hvetjum áhugasama til að kíkja til okkar, þar munu kennarar og fulltrúi frá fyrrverandi nemendum vera á staðnum og fara nánar yfir námið og innihald þess ásamt því að gefa þeim sem ætla að skrá sig góð ráð til undirbúnings.

Að auki munum við fara yfir þá FJÁRMÖGNUNARMÖGULEIKA sem í boði eru og viljum taka fram að við kynnum með stolti glænýtt samstarf Promennt og Framtíðar námslánasjóðs sem tryggir nemendum Promennt á völdum námsleiðum möguleikann á skólagjaldsláni. Nánari upplýsingar um námslánin má finna hér ►

Endilega kíktu við - hlökkum til að sjá þig!