Fréttir

Námskynning 3. júní

Þriðja júní munum við hafa sérstaka námskynningu fyrir áhugasama um nám hjá Promennt þar sem farið verður vel yfir tækninámið, bókhaldsnámið, sölu-, markaðs- og rekstrarnám (stað- og fjarkennsla), en einnig kynnt til sögunnar fjöldi nýrra námskeiða sem í boði eruí fjarnámi. Námskynningin verður haldin hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn). Á staðnum verða kennarar, fulltrúar nemenda og starfsfólk skólans til að taka á móti þér, en fundunum verður þó einnig streymt á Facebook síðu Promennt.
Lesa meira

Námskeið í FJARKENNSLU

FJARKENNSLA Í BEINNI ÚTSENDINGU Við minnum á að nánast öll námskeið Promennt eru kennd bæði í staðnámi og FJARKENNSLU Í BEINNI ÚTSENDINGU. Þetta þýðir að þú getur einfaldlega tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu! Hvort sem þú átt ekki heimangengt, vilt vera á vinnustað, ert erlendis ... það skiptir ekki máli. Það eina sem þú þarft er tölva og nettenging. Kynntu þér FJARKENNSLU Í BEINNI hér ►
Lesa meira

Breytingar á starfsemi vegna veðurs 14.febrúar

Í ljósi afar slæmrar veðurspár fyrir allan daginn hafa allar kennslustundir sem á dagskrá eru föstudaginn 14. febrúar hjá Promennt verið færðar til yfir á aðra daga. Allir nemendur hafa verið upplýstir um stöðuna og verður skrifstofan lokuð. Þó er að sjálfsögðu hægt að ná í okkur í síma 590-7550 eða með því að senda okkur línu á promennt@promennt.is.
Lesa meira

Nýtt: Gerð rafræns námsefnis

Nýtt námskeið fer af stað núna í febrúar. Þetta er sérstaklega gagnlegt námskeið unnið í samstarfi við Advania þar sem lögð er áhersla á að þjálfa þátttakendur í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni. Leitast er við að efla öryggi þátttakenda og hæfni í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni til nota innanhúss á vinnustað.
Lesa meira

Námskynning 14. janúar

Núna í janúar munum við hafa sérstaka námskynningu fyrir áhugasama um nám hjá Promennt þar sem lögð verður sérstök áhersla á tækninámið, bókhaldsnám, sölu-, markaðs- og rekstrarnám ofl. Námskynningin verður haldin hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn). Á staðnum verða kennarar, fulltrúar nemenda og starfsfólk skólans til að taka á móti þér!
Lesa meira

Gleðilega hátíð! Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Lesa meira

Námskynning 27. nóvember

Núna í nóvember munum við hafa sérstaka námskynningu fyrir áhugasama um annars vegar tækninám og hins vegar bókhaldsnám. Námskynningin verður haldin hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn). Á staðnum verða kennarar, fulltrúar nemenda og starfsfólk skólans til að taka á móti þér! Einnig verður bein útsending á Facebook síðu Promennt.
Lesa meira

Skráningarfrestur liðinn í próf til viðurkenningar bókara 2019

Skráningarfrestur er liðinn í próf til viðurkenningar bókara 2019
Lesa meira

Námskynning 20. ágúst

Núna í ágúst munum við hafa sérstaka námskynningu fyrir áhugasama um annars vegar tækninám, bókhaldsnám, sölu-, markaðs- og rekstrarnám ofl. Námskynningin haldnir hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn).
Lesa meira

Opnunartími skrifstofu í sumar

Skrifstofa Promennt verður lokuð í júlí. Fyrir þá sem þurfa að hafa samband við Promennt á þessum tíma hvetjum við til að senda tölvupóst á promennt@promennt.is. Ath að auglýstir prófadagar á þessu tímabili standast þó (eins og t.d. TOEFL). Með sumarkveðju, Starfsfólk Promennt
Lesa meira