Styrkjum konur til náms - Framabraut Tæknistjórnun

Líkt og fyrri misseri ætlum við hjá Promennt auk Advania að styrkja eina konu til náms í Framabraut - Tæknistjórnun. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu en hingað til hafa karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem sinna starfinu. Fyrir þær sem ætla að sækja um styrk fyrir námi á Framabraut – Tæknistjórnun hjá Promennt  skrá sig til náms og en taka þarf fram í athugasemdum í skráningarformi að viðkomandi ætli að sækja um námstyrk Advania. Í lokaskrefi skráningar er greiðslu sleppt með því að velja greiðsluskiptingu. Greinagerð/umsókn viðkomandi er svo send til promennt@promennt.is. Lestu meira um námið hjá Promennt hér