Framabraut - Tæknistjórnun

 • "Námið nýttist vel í að skipta um starfsvettvang."
  Námið hefur endurnýjað kynni mín við upplýsingatækniheiminn og kynnt mig fyrir nýjungum sem ég hreinlega vissi ekkert um.
  Brynjólfur Pétursson, Framabraut-Kerfisstjórnun
 • „Ekkert smá flott námsbraut!“
  „Ekkert smá flott námsbraut! Er ekki frá því að þetta sé flottara en sambærilegt nám í Rafiðnaðarskólanum fyrir 15 árum síðan sem kom okkur mörgum af stað og mér sýnist verðið líka vera lægra. Til hamingju með þetta.“
  Emil Örn Víðisson, öryggisráðgjafi hjá Sensa (CISSP, MCSE, CCA, RSA CSE, SFCP, Cisco Routing and Switching Sales Specialist)
 • „Þessi námsbraut lítur virkilega vel út“
  Hún tekur á nær öllum þáttum daglegs starfs kerfisstjóra hjá miðlungsstóru fyrirtæki og upp úr. Ég man ekki eftir að hafa séð svona heilstætt og markvisst kerfisstjóranám áður.
  Bergþór Hauksson, tölvunarfræðingur og eðlisfræðingur, Segment product owner in production hjá CCP, fyrrum forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Sjóvá.
 • Kvöldhópur

  Dags. 4. sep '24 - 11. jún '25
  Dagar mán, mið, lau
  Tími 17:30-21:00 (lau 09:00-16:00)
  Verð 1.199.000 kr.

Í nýuppfærðri námsbraut Framabraut-Tæknistjórnun er þörfum atvinnulífsins mætt. Starf kerfisstjóra hefur tekið miklum breytingum undanfarið en námsbrautin er uppfærð reglulega í takt við þarfir vinnumarkaðarins. Promennt aðlagar námið að nýjum aðstæðum og má þar nefna sérstaka áherslu á þjónustu, öryggismál og skýjaþjónustur Microsoft Office 365, Windows 10 og Azure. Stóraukin áhersla í atvinnulífinu á notkun skýjalausna kallar á þjálfun fólks á nýjum vettvangi í nýrri námsbraut Framabraut - Tæknistjórnun.

Framabraut-Tæknistjórnun er virkilega öflug námsbraut í tæknistjórnun hjá Promennt. Námsbrautin er unnin í samstarfi við Microsoft og var sett upp í samvinnu við mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi með þarfir þeirra í huga. Námsbrautin hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur bæði nemenda og atvinnumarkaðarins og hafa margir nemendur okkar hafið störf á nýjum vettvangi eftir námið. Verð fyrir námsbrautina er 1.199.000 kr. og eru innifalin fjögur alþjóðleg Microsoft próf

Stígðu þín fyrstu skref í tækniheiminum

Sérstaklega mikil eftirspurn er eftir fólki með sérfræðimenntun og sérfræðiþekkingu í upplýsingatækni um þessar mundir og leita íslensk fyrirtæki í sívaxandi mæli eftir starfsfólki í nemendahópi Promennt. Til þess að gera fólki kleift að kynnast þessum spennandi markaði bjóðum við hjá Promennt upp á þessa geysilega öflugu tveggja anna námsbraut í tæknistjórnun sem samanstendur af 6 námseiningum, alls 541 kennslustund. Með þessu námi er hægt að byrja alveg á byrjuninni og byggja upp góða undirstöðu og grunn fyrir mjög kröfuhörðar námseiningar sem á eftir koma. Að loknu námi á Framabraut-Tæknistjórnun eiga nemendur möguleika á að öðlast alþjóðlegar prófgráður sem eru sérlega mikilvægar að hafa í farteskinu þegar sækja á um vinnu í upplýsingatæknigeiranum. 

Fyrir hverja?

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir talsverðar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á að gera sér frama á upplýsingatæknisviði með tæknistjórnun sem aðalgrein. Námið er því upplagt fyrir byrjendur í upplýsingatækni þar sem hvorki er krafist reynslu né annarrar menntunar á sviði upplýsingatækni. 

Sterk tenging við atvinnulífið - góð atvinnutækifæri!

Námsbrautin er unnin í samvinnu við nokkur af sterkustu tæknifyrirtækjum á Íslandi og má sem dæmi nefna Origo, Opin Kerfi, Advania og Sensa. Fyrirtækin hafa komið að námsbrautinni á mismunandi hátt, ýmist með því að leggja til sérfræðiþekkingu í formi kennslu, taka á móti nemendum í húsakynnum sínum og gefa þeim tækifæri á að kynnast starfinu tæknistjóri eða netstjóri enn betur. Síðast en ekki síst hafa fjölmargir nemendur á Framabraut-Tæknistjórnun hafa fengið starf hjá þessum fyrirtækjum að loknu námi.

Úrvalslið kennara - lærðu af þeim bestu!

Allir kennarar Promennt á Framabraut-Tæknistjórnun eiga það sameiginlegt að búa yfir gríðarlega mikilli reynslu í upplýsingatækni og hafa þar að auki Microsoft Certified Trainer gráðu frá Microsoft. Enn frekar erum við stolt af því að hafa í kennaraliðinu þá tvo einu Íslendinga sem bera meistaragráðu frá Microsoft (Microsoft Certified Master) í Active Directory og Messaging.

Eina Microsoft og Amazon (AWS) vottaða fræðslufyrirtækið á Íslandi

Við viljum vekja athygli á því að Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi sem er með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft og Amazon Web Services, en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði bæði Microsoft og Amazon. Þar má t.d. nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið vottað námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Viðfangsefni

1. hluti: Netkerfi / Networking ► 30 kennslustd.

Í fyrsta hluta námsbrautarinnar er farið yfir grunnatriði í vinnu við netkerfi (Networking) sem er nauðsynleg undirstaða fyrir seinni einingar framabrautarinnar. Stuðst er að mestu við námsefnið Network+ frá Comptia.

2. Hluti: Microsoft 365 Endpoint Administrator (MD-102) ► 50 kennslustd.

Á þessu námskeiði munu nemendur læra að skipuleggja og framkvæma útstöðvar dreifingarstefnu með því að nota nútíma dreifingartækni og innleiða uppfærsluaðferðir.

3. hluti: Azure admin (AZ-104) ► 50 kennslustd.

Á þessu námskeiði læra nemendur að stjórna Azure aðgangi, auðkenningu, setja upp og stilla sýndarnet og að tengja Azure og staðbundnar vélar. Einnig að stjórna netumferð, innleiða geymslulausnir, búa til og skala sýndarvélar.

4. hluti: Administering Windows Server Hybrid Core Infrastructure (AZ-800) ► 40 kennslustd.

Þetta námskeið er tileinkað þeim sérfræðingum sem vilja læra á grunnþjónustur og vinnuálag Windows netþjóna sem eru staðbundir, blandaðir eða í skýjaumhverfi. Á námskeiðinu læra nemendur að innleiða og þjónusta staðbundnar og blandaðar lausnir fyrir auðkenningu, umsjón, reiknilíkan (compute), netstjórnun og gagnageymslu Windows netþjóna í blönduðu umhverfi.

5. hluti: Configuring Windows Server Hybrid Advanced series (AZ-801) ► 40 kennslustd.

Þetta námskeið er tileinkað þeim sérfræðingum sem vilja ná tökum á þróuðum Windows netþjóna þjónustum með notkun staðbundinnar-, blandaðri- eða skýjatækni. Sérfræðingar læra að nýta sér blandaða tækni Azure ásamt því að flytja verkefni frá sýndarþjónum og netþjónum í sýndarvélar í Azure á Windows þjónum, á tryggan og öruggan hátt. Kenndar eru leiðir til að hámarka aðgengi og uppitíma ásamt bilanagreiningu og endurheimtun umhverfis/gagna vegna áfalla. Farið verður í helstu tól og tæki eins og Windows Admin Center, Powershell, Azure Arc, Azure Automation Update Management, Microsoft Defender for Identity, Azure Security Center, Azure Migrate, and Azure Monitor.

6. hluti:  Microsoft 365 Administrator (MS-102) ► 50 kennslustd.

Þetta námskeið fjallar um eftirfarandi lykilþætti í Microsoft 365 stjórnun: Microsoft 365 leigjandastjórnun, Microsoft 365 auðkennissamstillingu og Microsoft 365 öryggi og samræmi.

7. hluti: Microsoft Power Platform App Maker (PL-100)  ► 50 kennslustd.

Þetta er námskeið sem mun kenna þér hvernig á að búa til forrit með lágkóðatækni til að einfalda, gera sjálfvirkan og umbreyta viðskiptaverkefnum og ferlum með Microsoft Power Platform.

8. hluti: Managing Microsoft Teams (MS-700)  ► 40 kennslustd.

Á þessu námskeiði læra nemendur hvernig á að stjórna Microsoft Teams í fyrirtækjaumhverfi. Farið er í innleiðingu, stjórnun, öryggi og samræmingu við Microsoft Teams, samþættingu milli Microsoft Teams ásamt vinnulags og þjónustu í Microsoft 365. Einnig er farið er í dreifingu á Microsoft Teams, uppfærslu frá Skype for Business, netstillingar og stjórnun endapunkta Microsoft Teams.

9. hluti:  Collaboration Communications Systems Engineer (MS-721) ► 40 kennslustd.

Þetta er námskeið sem er hannað til að veita þátttakendum þekkingu og færni til að verða samskiptatæknifræðingar. Þátttakendur ættu að skilja grundvallaratriði netkerfis, fjarskipta, hljóð-/mynd- og fundarherbergjatækni, auðkennis- og aðgangsstjórnun og Microsoft Teams. 

10. hluti: Microsoft Security, Compliance, and Identity Fundamentals (SC-900) ► 20 kennslustd.

Þetta námskeið veitir grunnþekkingu á öryggishugtökum, eftirliti og hlítingu (laga og staðla ss. GDPR, ISO...) og auðkenningarhugtökum og tengdum skýjatengdum Microsoft lausnum.

11. hluti Microsoft Security Operations Analyst (SC-200) ► 40 kennslustd.

Þetta er námskeið sem fjallar um hvernig er hægt að rannsaka, bregðast við og leita að ógnum með því að nota Microsoft Sentinel, Microsoft Defender for Cloud og Microsoft 365 Defender. Á þessu námskeiði munt þú læra hvernig hægt er að draga úr netógnum með því að nota þessa tækni. Nánar tiltekið munt þú stilla og nota Microsoft Sentinel auk þess að nota Kusto Query Language (KQL) til að framkvæma uppgötvun, greiningu og skýrslugerð. Námskeiðið var hannað fyrir fólk sem vinnur í öryggisaðgerðahlutverki og hjálpar nemendum að undirbúa sig fyrir prófið SC-200: Microsoft Security Operations Analyst.

12. hluti: Verkefnadagar/lokaverkefni seinni annar ► 30 kennslustd.

Þegar komið er út á vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa hagnýta reynslu af viðfangsefninu. Í lok námsbrautarinnar er lagt fyrir nemendur yfirgripsmikið lokaverkefni þar sem tekið er fyrir það helsta sem farið hefur verið yfir í náminu.

Námsmat

Lokaverkefni er lagt fyrir nemendur í lok seinni annar.

Tímasetningar kennslu

Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-21:00 og valda laugardaga að auki frá kl. 9-16 (að meðaltali einu sinni í mánuði).

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, býrð úti á landi eða ert erlendis, það skiptir ekki máli.Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Nemendur fá upptökur af öllum kennslustundum í Microsoft Teams. Upptökurnar veita góðan stuðning við námið sem mun gagnast nemendum vel hvort sem námið er stundað í fjarkennslu eða í staðnámi.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Námslán: Við erum í samstarfi við Brúa námslán þar sem hægt er að sækja um fjármögnun í formi námslána fyrir þessari námsbraut. Sjá nánar á heimasíðu Brúa.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð