Frí vefnámskeið í desember á vegum Microsoft

Í desember býður Microsoft upp á 4 vefnámskeið til að kynna nýja viðbót, Copilot, sem er gervigreindarlausn Microsoft. 

Vertu með þeim fyrstu til að læra að nýta gervigreind (e. AI) Microsoft til að hámarka hraða og skilvirkni í vinnu, einfalda ferla, fá hugmyndir, aðstoð við myndefni og svo margt annað.

Námskeiðin fara fram í gegnum Microsoft Teams og fer skráning fram á netinu en námskeiðin henta fyrir endanotendur kerfisins sem og sérfræðinga í upplýsingatækni.

 

Dagsetningar námskeiða*:

4. desember kl. 09:00 eða 15:00 

7. desember kl. 09:00 eða 15:00

12. desember kl. 09:00 eða 15:00

15. desember kl. 09:00 eða 15:00

*Athugið að tímasetningar á skráningarsíðu eru á CET (Central European Time) sem er 1 klst. á undan íslenskum tíma. 

Skráðu þig hér

 

Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi sem er með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði frá Microsoft. Þar má t.d. nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið og vottað námskefni, úrvals aðstöðu og kennara með MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).